Aðstandendur Guðbjargar Höllu Björnsdóttur afhentu Hrafnistu Sléttuvegi skynörvunarstól frá Fastus að gjöf úr minningarstjóði Guðbjargar, eða Guggu eins og hún var jafnan kölluð.
Gugga flutti á Hrafnistu Sléttuveg í mars 2020 og var ein af fyrstu íbúum hjúkrunarheimilisins en hún lést á hjúkrunarheimilinu þann 19. desember 2023.
Þessi gjöf mun nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins vel og er nýjung í velferðartækni en hann sameinar skynörvun með hljóði, snertingu og hreyfingu. Með því að beita skynörvandi meðferð er hægt að auka vellíðan og bæta líðan einstaklings.
Við þökkum aðstandendum Guggu hjartanlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf, hún er okkur ómetanleg.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Valgerður Kr. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi tók við gjöfinni frá aðstandendum Guggu.