Nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili Hrafnistu opnað í Reykjanesbæ

Nýtt 80 rýma hjúkrunarheimili var opnað við Nesvelli í Reykjanesbæ í dag. Opnun heimilisins er mikilvægur áfangi í uppbyggingu hjúkrunarrýma um land allt. Hjúkrunarheimilið er samtengt Hrafnistu Nesvöllum sem er 60 rýma hjúkrunarheimili með heildstæðri þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.

Samhliða opnuninni var hjúkrunarheimilinu Hlévangi lokað og fluttust þrjátíu íbúar þaðan inn á nýja heimilið í desember ásamt fleiri nýjum íbúum. Heildarfjöldi rýma á hjúkrunarheimilum á Suðurnesjum er því nú orðinn 140.

Vandaður aðbúnaður og aukið öryggi
Nýja hjúkrunarheimilið er alls 5.444 m2 og skiptist í átta deildir með tíu einkarými á hverri deild. Við hönnun og framkvæmd var lögð áhersla á nýsköpun sem eykur öryggi og þægindi íbúa og bætir vinnuaðstöðu starfsfólks til muna. Má þar nefna nýjar lausnir fyrir baðaðstöðu, loftlyftukerfi í öllum einkarýmum, nýja tegund aðgangsstýringar, nýtt fyrirkomulag lyfjatiltektar og víðtækara sjúkrakallkerfi.

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir nýja húsnæðið vera vandað þjónusturými en á sama tíma sé reynt að gera alla aðstöðu heimilislega og notalega fyrir íbúa: „Fyrstu íbúarnir fluttu inn nýverið og hafa verið að koma sér vel fyrir, en við gerum ráð fyrir að íbúar flytji inn í öll laus rými fyrir janúarlok og hlökkum til að taka vel á móti þeim.”

Meðal þeirra sem héldu erindi á opnunarhátíðinni í dag var Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, sem gegndi stöðu félags- og húsnæðismálaráðherra þar til fyrir skemmstu en Ragnar Þór Ingólfsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, komst ekki á opnunina. Þá héldu erindi Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Aríel Pétursson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu.

Inga Sæland lagði áherslu á að uppbygging hjúkrunarheimila væri eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. „Opnun þessa glæsilega hjúkrunarheimilis með 80 rýmum er skýrt merki um vilja ríkisstjórnarinnar til að tryggja öldruðum öryggi, virðingu og góð lífsskilyrði. Ég óska Reykjanesbæ, Hrafnistuheimilunum, starfsfólki hjúkrunarheimilisins við Nesvelli og íbúum þess innilega til hamingju með þennan merka áfanga.“

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra sagði við opnunina að hér væri um mikilvægan áfanga í bættri þjónustu við eldra fólk að ræða. „Opnun nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum styrkir verulega getu okkar til að mæta þörfum eldri borgara á Suðurnesjum. Fjölgun og endurnýjun eldri hjúkrunarrýma er lykilatriði í að tryggja örugga og góða þjónustu,“ sagði ráðherrann en fjölgun hjúkrunarrýma létti einnig undir rekstri sjúkrahúsa.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði opnun heimilisins stóran áfanga fyrir sveitarfélagið. „Þetta er afar mikilvægt verkefni fyrir Reykjanesbæ og Suðurnesið allt en nú bætast alls 50 ný hjúkrunarrými á svæðið. Með þessari framkvæmd er stigið stórt skref í að efla þjónustu við eldra fólk og mæta aukinni þörf fyrir vönduð  hjúkrunarrými.“

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt með því að fela okkur umsjón með framkvæmdinni. Sjö áratuga reynsla af rekstri hjúkrunarheimila hefur nýst vel og fengið að skila sér inn í umgjörðina. Þá hefur einnig reynst farsælt að treysta Sjómannadagsráði fyrir slíkum framkvæmdum, enda hefur okkur tekist að skila vönduðu verki sem lokið er innan tilskilins tíma.“

Hönnun og framkvæmd

Í febrúar 2020 var undirritaður samningur um byggingu hjúkrunarheimilisins milli þáverandi heilbrigðisráðherra og bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Upphaflega var samið um byggingu 60 rýma en síðar voru gerðir tveir viðaukasamningar um stækkun í 80 rými auk nýrra viðmiða um skipulag hjúkrunarheimila og tímalengingar samningsins. Samningurinn gerði ráð fyrir að heimilið yrði tekið í notkun fyrir árslok 2025 sem nú hefur gengið eftir.

THG arkitektar sáu um arkitektahönnun og fóru með hönnunarstjórn en ábyrgð verkfræðihönnunar var hjá Ferli verkfræðistofu. ÞG Verk sá um uppsteypu og frágang utanhúss en EYKT ehf. um frágang innanhúss. Jarðvinna var í höndum Ellerts Skúlasonar ehf. og Borgarvirki sá um frágang lóðarinnar.

Hrafnista er stærsti rekstraraðili öldrunarþjónustu á landinu og rekur alls sjö hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum. Félagið er óhagnaðardrifið dótturfélag Sjómannadagsráðs sem rekið hefur dvalarheimili Hrafnistu í tæp sjötíu ár.

Fjölgun hjúkrunarrýma

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er áhersla lögð á málefni eldra fólks, þar á meðal fjölgun hjúkrunarrýma.

 

Það voru þau Sigurður Hreinsson, verkefnastjóri framkvæmdanna, María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, Inga Sæland fyrrum félags- og húsnæðismálaráðherra, Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, Þuríður Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu á Nesvöllum, og Sigríður Bjarnadóttir, íbúi á nýja heimilinu á Nesvöllum sem klipptu á borðann við opnunina í dag.

Meginmarkmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa fyrir þjónustuþega, íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.