Jafnlaunastefna þessi nær til alls starfsfólks Hrafnistuheimilanna og ber mannauðsstjóri Hrafnistu ábyrgð á henni. Hjá Hrafnistu eru launaákvarðanir byggðar á málefnalegum forsendum og með því er tryggt að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Til grundvallar launaákvörðunum liggja stofnana- og kjarasamningar og starfslýsingar. Laun taka mið af eðli verkefna, ábyrgð, menntun og starfsreynslu. Jafnlaunastefna Hrafnistu byggir á staðlinum ÍST 85 og er unnin í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Allt starfsfólk Hrafnistu skal njóta jafnra kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum. Hrafnista greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka þau mið af þeim kröfum sem störfin gera. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga. Stöðugt skal unnið að því að óútskýrður kynbundinn launamunur sé ekki til staðar hjá Hrafnistu.
Til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Hrafnista sig til að:
Forstjóri Hrafnistu ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Hrafnistu og að það standist lög og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST 85:2012 staðalins. Einnig er mannauðsstjóri ábyrgur fyrir að stjórnendur sem koma að launaákvörðunum hjá Hrafnistu séu vel upplýstir um jafnlaunakerfið, verklagsreglur því tengdu sem og lögum og reglum sem gilda í jafnlaunamálum.
Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna Hrafnistu.