Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna þessi nær til alls starfsfólks Hrafnistuheimilanna og ber mannauðsstjóri Hrafnistu ábyrgð á henni. Hjá Hrafnistu eru launaákvarðanir byggðar á málefnalegum forsendum og með því er tryggt að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Til grundvallar launaákvörðunum liggja stofnana- og kjarasamningar og starfslýsingar. Laun taka mið af eðli verkefna, ábyrgð, menntun og starfsreynslu. Jafnlaunastefna Hrafnistu byggir á staðlinum ÍST 85 og er unnin í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Allt starfsfólk Hrafnistu skal njóta jafnra kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum. Hrafnista greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka þau mið af þeim kröfum sem störfin gera. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga. Stöðugt skal unnið að því að óútskýrður kynbundinn launamunur sé ekki til staðar hjá Hrafnistu.

Til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Hrafnista sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og viðhalda stöðugum umbótum.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjara- og stofnanasamningum sem gilda á hverjum tíma.
  • Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar. Helstu niðurstöður skulu kynntar fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við frábrigðum, komi þau fram, með stöðugum umbótum og eftirfylgni.
  • Framkvæma innri úttektir og rýni stjórnenda árlega.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega.
  • Tryggja aðgengi almennings að stefnunni á www.hrafnista.is og starfsfólks á innri vef Hrafnistu.

Forstjóri Hrafnistu ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Hrafnistu og að það standist lög og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST 85:2012 staðalins. Einnig er mannauðsstjóri ábyrgur fyrir að stjórnendur sem koma að launaákvörðunum hjá Hrafnistu séu vel upplýstir um jafnlaunakerfið, verklagsreglur því tengdu sem og lögum og reglum sem gilda í jafnlaunamálum.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna Hrafnistu.

Megin markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa, bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.