Við erum á fleygiferð í stafrænni vegferð. Við höfum t.d. innleitt og þróað smáforritið Iðunni, í samvinnu við Helix, sem leiðbeinir starfsfólki í umönnun hvers og eins íbúa. Einnig höfum við tekið hugbúnaðarlausnina Lyfjavaka í notkun, sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að fylgjast betur með lyfjatiltektum og lyfjagjöfum íbúa.