Um síðustu helgi bauð Lionsklúbburinn Engey íbúum í Skógarbæ og aðstandendum þeirra í kaffiboð. Lionsklúbburinn hefur í mörg ár haldið árlegt kaffiboð og veislan verður alltaf stærri og stærri. Í ár voru um 140 gestir sem þáðu boðið. Borðin svignuðu undan dýrindis tertum og brauðtertum. Hjördís Geirsdóttir söng fyrir gesti sem tóku undir í söngnum. Við viljum þakka Engey kærlega fyrir þessa rausnarlegu heimsókn til okkar á Hrafnistu í Skógarbæ.