
Í tilefni af Kvennafrídeginum í dag vill Hrafnista beina sjónum sínum að mikilvægi jafnréttis í samfélaginu og hvetja starfsfólk, íbúa og landsmenn alla til að sýna samstöðu í baráttunni fyrir jöfnum tækifærum.
Hrafnista er einn stærsti kvennavinnustaður á Íslandi og daglega sjáum við hversu mikilvægt framlag kvenna og kvára er í allri okkar starfsemi í umönnun, þjónustu og leiðtogahlutverkum. Á Kvennafrídeginum minnumst við þessarar sögu og framtíðar og þess að jafnrétti þarf stöðugt að rækta með virðingu, sanngirni og samvinnu.
Við hvetjum konur og kvár, sem geta, til að taka þátt í deginum en minnum jafnframt á hversu mikilvægum störfum konur og kvár sinna í samfélaginu þar sem þau geta ekki öll lagt niður störf. Við munum því bæði fagna deginum á Arnarhóli en ekki síður á vinnustaðnum þar sem við gerum okkur glaðan dag og hugsum til okkar fyrrum baráttukvenna sem hófu þessa vegferð.
Við öll á Hrafnistu höfum hlutverki að gegna í að skapa samfélag þar sem jafnræði og mannúð eru í fyrirrúmi – alla daga ársins.
María Fjóla Harðardóttir
Forstjóri Hrafnistu
