Í tilefni af konudeginum var öllum konum sem búa á Hrafnistu Hraunvangi boðið í Breskt teboð eða „High tea“ í anda bresku konungsfjölskyldunnar. Konurnar mættu prúðbúnar og í hátíðarskapi. Borð voru fallega skreytt og í konunglegum stíl. Sigursveinn Þór Árnason sá um tónlistarflutning.