Iðjuþjálfunin á Hrafnistu Hraunvangi hefur verið staðsett á jarðhæð og hafa þrengsli staðið í vegi fyrir útþenslu starfseminnar. Í sumar var ákveðið að útbúa nýja rúmbetri og bjartari aðstöðu á fyrstu hæðinni fyrir innan sjúkraþjálfunina og fá aukinn slagkraft í starfsemi beggja eininga með þéttari samvinnu. Sundlauginni sem þar var, var lokað í sumar þar sem komið var að dýrum og flóknum endurbótum. Nú er hafin vinna við að steypa nýtt gólf fyrir iðjuþjálfunina og standa vonir til að hægt verði að taka nýja húsnæðið í notkun fyrir lok þesssa árs.