
Fimmtudaginn 15. janúar sl. var vígsla á 80 nýjum rýmum við hjúkrunarheimili Hrafnistu Nesvelli, að viðstöddu fjölmenni. Nýja hjúkrunarheimilið er alls í 5.444 m2 og skiptist í átta deildir með tíu einkarými á hverri deild. Hjúkrunarheimilið er samtengt Hrafnistu Nesvöllum sem er 60 rýma hjúkrunarheimili með heildstæðri þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Hjúkrunarrými á heimilinu eru nú því samtals orðin 140 talsins.
Nýja húsið er allt hið glæsilegasta eins og meðfylgjandi myndir sýna sem teknar voru á opnunarhátíðinni sl. fimmtudag.
