Velkomin á Hrafnistu Sléttuvegi

Hrafnista Sléttuvegi tók til starfa árið 2020 og er rekin af Sjómannadagsráði. Auk þess að vera hjúkrunarheimili er hægt að sækja um aðra þjónustuþætti eins og dagþjónustu.

Hlýlegt umhverfi Sléttuvegar

Hrafnista Sléttuvegi er staðsett í Fossvoginum með útsýni yfir Kópavog, Snæfellsjökul og út á Faxaflóa. Heimilið er í göngufæri við Fossvogsdal og Nauthólsvík. Við heimilið er stór garður sem nýttur er til útivistar. Á Hrafnistu Sléttuvegi er rekið kaffihús þar sem kostur gefst á að setjast niður í fallegu umhverfi og njóta kaffidrykkja og veitinga.

Við heimilið er lífsgæðakjarni sem endurspeglar samspil hjúkrunarheimilis, leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa og þangað sækja mynda kjarna með fjölbreyttri þjónustu. Það stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.

Kaffihús og veitingaþjónusta

Í þjónustumiðstöðinni Sléttunni er hægt að setjast niður eða úti í skjólgóðum garði og njóta veitinga sem bornar eru fram af einstakri natni starfsfólks.

Blómlegt félagsstarf

Á heimilinu gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu félagsstarfi, hvort sem er inn á hjúkrunarheimilinu sjálfu eða í þjónustumiðstöðinni Sléttunni.

Hagnýtar upplýsingar um flutning á Hrafnistu

Hverjir eiga kost á að sækja um flutning á Hrafnistu?
Einstaklingar sem geta ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning heilbrigðis- og félagsþjónustu geta sótt um að flytja á hjúkrunarheimili.
Er hægt að koma í skoðun á heimilin?
Hægt er að bóka skoðun á heimilunum í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu Hrafnistu.
Hvernig sæki ég um að flytja á hjúkrunarheimili?
Umsækjendur þurfa að hafa samband við sinn heimilislækni.

Umsóknir um flutning á hjúkrunarheimili fara í gegnum Færni- og heilsumatsnefnd þess heilbrigðisumdæmis sem einstaklingurinn á lögheimili.

Færni og heilsumatsnefnd sér um biðlista inn á heimilin.
Hver eru næstu skref?
Hrafnista hefur samband við umsækjanda ef umsókn hefur verið samþykkt.
Hvað þarf að koma með?
Í handbók hjúkrunarheimilisins kemur fram hvað þarf að koma með við flutning á heimilið.

Sækja um að flytja á Hrafnistu

Þau sem hyggja á flutning til Hrafnistu þurfa að sækja um færni- og heilsumat til Færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem einstaklingurinn á lögheimili. Færni- og heilsumat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og búsetu á hjúkrunarheimili.
Megin markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa, bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.