Hrafnista Sléttuvegi er staðsett í Fossvoginum með útsýni yfir Kópavog, Snæfellsjökul og út á Faxaflóa. Heimilið er í göngufæri við Fossvogsdal og Nauthólsvík. Við heimilið er stór garður sem nýttur er til útivistar. Á Hrafnistu Sléttuvegi er rekið kaffihús þar sem kostur gefst á að setjast niður í fallegu umhverfi og njóta kaffidrykkja og veitinga.
Við heimilið er lífsgæðakjarni sem endurspeglar samspil hjúkrunarheimilis, leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa og þangað sækja mynda kjarna með fjölbreyttri þjónustu. Það stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.
Í þjónustumiðstöðinni Sléttunni er hægt að setjast niður eða úti í skjólgóðum garði og njóta veitinga sem bornar eru fram af einstakri natni starfsfólks.
Á heimilinu gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu félagsstarfi, hvort sem er inn á hjúkrunarheimilinu sjálfu eða í þjónustumiðstöðinni Sléttunni.