Hrafnista Nesvöllum stendur miðsvæðis í Reykjanesbæ í nálægð við ýmsa þjónustu. Við heimilið er stór garður sem nýttur er til útivistar, auk þess sem stórar svalir eru á húsinu.
Við heimilið er lífsgæðakjarni sem endurspeglar samspil hjúkrunarheimilis, leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar. Með virku samstarfi þeirra sem þar búa, starfa og þangað sækja myndast kjarni með fjölbreyttri þjónustu. Það stuðlar að auknu öryggi, meiri vellíðan og bættum lífsgæðum eldra fólks.
Hvar sem farið er um heimilið verða íbúar og gestir varir við þann hlýlega brag sem einkennir heimilið. Stærð heimilisins og skipulag stuðlar að einstakri nánd á milli íbúanna.
Við heimilið er einstaklega notalegt útisvæði með upphituðum göngustígum sem gera notkun á því mögulega flesta mánuði ársins.