Íbúar á Hrafnistu Sléttuvegi njóta þess nú að horfa út á glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabát eftir að ákveðið var að breyta gráum ljótum vegg í glæsilegt listaverk.
Að sögn Bryndísar Rutar Logadóttur, þjónustustjóra Hrafnistu Sléttuvegi, er tilgangur listaverksins sá að bæta útsýni íbúanna sem búa á jarðhæð heimilisins. „Þessi fyrsta hæð hefur verið með gráan vegg sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt“.
Heiðurinn af útilistaverkinu er listakonan Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir og segir hún verkefnið á Hrafnistu hafa verið einstaklega skemmtilegt.
Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður var á Hrafnistu Sléttuvegi. Lesa nánar hér