Í gær var vígsla á 64 nýjum rýmum í 4.160 m2 við hjúkrunarheimili Hrafnistu Boðaþing í Kópavogi, að viðstöddu miklu fjölmenni. Hjúkrunarrými á heimilinu eru þá samtals orðin 108 talsins og þar með er lífsgæðakjarninn í Boðaþingi full risinn með hjúkrunarheimili Hrafnistu, leiguíbúðum DAS íbúða og þjónustumiðstöðinni Boðanum.
Nýja húsið er allt hið glæsilegasta eins og meðfylgjandi myndir sýna sem teknar voru á opnunarhátíðinni í gær.