Í febrúarmánuði ár hvert er lögð áherslu á samskipti í allri fræðslu til starfsfólks Hrafnistu. Í ár er engin breyting þar á og hófst febrúarmánuður með trompi. Öllu starfsfólki Hrafnistu var boðið upp á fyrirlestur með Röggu Nagla um Listina að setja heilbrigð mörk. Fyrirlesturinn var haldinn á þremur Hrafnistuheimilum og var vel sóttur á öllum stöðum. Mikil ánægja var meðal þeirra starfsmanna sem hlýddu á erindið.
Við þökkum Röggu Nagla kærlega fyrir frábæran fyrirlestur.