Hrafnista Ísafold er staðsett á Sjálandi í Garðabæ með útsýni yfir á Bessastaði, Gálgahraun, Gróttuvita og út á Faxaflóann. Við heimilið er stór skjólgóður garður sem nýttur er til útivistar á góðviðrisdögum. Heimilið er í göngufæri við strandlengjuna þar sem hægt er að nýta sér ýmsar skemmtilegar og aðgengilegar gönguleiðir.
Auk þess að vera hjúkrunarheimili er hægt að sækja um aðra þjónustuþætti eins og dagþjónustu.
Við heimilið er stór og skjólgóður garður með upphituðum göngustígum sem eykur notagildi hans allt árið um kring. Ýmsar skemmtanir fara fram í garðinum og þar má nefna árlegt sumargrill.
Í allra næsta nágrenni við heimilið eru fjaran og ströndin og er tilvalið að fara í göngutúr á góðviðrisdegi og njóta fulgasöngs og finna sjávarilminn.