Hrafnista Skógarbær er staðsett í grónu umhverfi við Mjóddina í Reykjavík. Við heimilið er stór garður sem nýttur er til útivistar. Á Hrafnistu Skógarbæ er rekið kaffihús þar sem kostur gefst á að setjast niður í fallegu umhverfi og njóta kaffidrykkja og veitinga. Ýmsar gönguleiðir eru í grennd við heimilið og stutt ganga er yfir í náttúruperluna Elliðaárdal þar sem hægt er að njóta útivistar.
Hlýlegar og notalegar stundir með það að markmiði að bæta vellíðan íbúa og draga úr óróleika. Namaste nálgun gefur starfsfólki verkfæri til að nálgast íbúa af nærgætni og kærleika á persónubundinn hátt.
Á heimilinu eru flest tækifæri nýtt til að lífga upp á hversdaginn með þátttöku íbúa og starfsfólks. Þannig er ekki óalgengt að sjá ýmsar skreytingar og þema þegar gengið er um heimilið.