Rannsóknarsjóður Hrafnistu veitir tvo styrki

Rannsóknarsjóður Hrafnistu veitti nýverið tvo styrki til verkefna en hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir og verkefni sem efla málaflokk aldraðra hér á landi með það að markmiði að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum sem tengjast öldruðum.

Luis Gísli Rabelo hlaut styrk að upphæð 600.000 króna vegna doktorsrannsóknar sinnar Mat á hrumleika hjá íslenskum skurðsjúklingum og útkomur þeirra eftir aðgerð. Markmið rannsóknarinnar er að meta algengi aukinnar hættu á hrumleika meðal sjúklinga 70 ára og eldri sem fara í valkvæðar skurðaðgerðir og nota til þess ákveðin skimunarpróf. Með því er hægt að varpa ljósi á tengsl áhættu á fylgikvillum eftir skurðaðgerðir hjá sjúklingum sem skimast hrumir. Þannig væri hægt að bera kennsl á ákjósanlegan hóp einstaklinga sem gæti haft gagn af frekara mati öldrunarlæknis og/eða forhæfingu fyrir aðgerð og leggja mat á umfang þeirrar þjónustu sem hrumir einstaklingar hafi gagn af í aðdraganda aðgerðarinnar.

Bjarney Gunnarsdóttir hlaut styrk að upphæð 400.000 króna vegna verkefnis síns Sameinum kynslóðir – valáfangi á unglingastigi. Verkefnið snýst um að útbúa námsefni og kennsluleiðbeiningar fyrir valáfanga á unglingastigi grunnskóla. Hann er hugsaður sem samstarfsverkefni á milli grunnskóla og hjúkrunarheimila þar sem nemendur í 9. og 10.bekk mæti í reglulegar heimsóknir til íbúa á hjúkrunarheimilum. Markmiðið með verkefninu er að kynna ungmennum fyrir lífi og starfi hjúkrunarheimila, að stuðla að andlegri vellíðan, samskiptum þvert á kynslóðir og að auka hreyfingu og virkni hjá eldra fólki sem býr á hjúkrunarheimilum. Með reglulegum heimsóknum ungmenna til eldra fólks á hjúkrunarheimilum er hægt að búa til samfélagslegt verkefni sem gefur ungum sem öldnum aukinn tilgang og þá tilfinningu að tilheyra samfélaginu sínu.

Rannsóknarsjóður Hrafnistu óskar styrkþegum innilega til hamingju.

Um Rannsóknarsjóð Hrafnistu
Rannsóknarsjóður Hrafnistu er í eigu Sjómannadagsráðs.

Rannsóknarsjóðurinn veitir styrki til verkefna tengdum öldrunarmálum og til þeirra sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um í sjóðinn.

Meginmarkmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa fyrir þjónustuþega, íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.