Dagþjónusta stuðlar að sjálfstæðri búsetu

Markmið dagþjónustu á Hrafnistu er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun.

Hlekkur í mikilvægri þjónustukeðju

Dagþjónusta á Hrafnistu er mikilvægur þáttur í þeirri þjónustukeðju sem eflir aldraða til sjálfstæðrar búsetu. Í dagþjónustu Hrafnistu fá einstaklingar tækifæri til að viðhalda sjálfstæði sínu og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er á Hrafnistu.

Almenn dagdvöl

Markmið almennrar dagdvalar á Hrafnistu er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun hans. Með dagdvölinni er mögulegt að lengja þann tíma sem aldraðir geta búið heima. Einstaklingar koma að morgni, fléttast inn í það skipulagða starf sem fram fer á Hrafnistu og fara síðan aftur heim seinni part dags. Mismunandi þarfir einstaklinga ráða mestu um hversu mikið þeir nýta dagdvölina. 

Almenn dagdvöl er í boði á Hrafnistu Hraunvangi, Sléttuvegi, Ísafold og Boðaþingi.

Dagendurhæfing

Markmiðið með dagendurhæfingu á Hrafnistu er að auka eða viðhalda færni einstaklingsins til áframhaldandi sjálfstæðrar búsetu. Það er gert með markvissri endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og/eða iðjuþjálfum þar sem þjálfun er veitt í samræmi við mismunandi þarfir einstaklingsins. Einstaklingar koma að morgni, fléttast inn í það skipulagða starf sem fram fer á Hrafnistu og fara síðan aftur heim seinni part dags. Mismunandi þarfir einstaklinga ráða mestu um hversu mikið þeir nýta dagendurhæfinguna. 

Dagendurhæfing er í boði á Hrafnistu Laugarási.

Sérhæfð dagþjálfun

Sérhæfð dagþjálfun er ætluð einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. Tilgangurinn með henni er að styðja við sjálfstæða búsetu eins lengi og hægt er, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum. Dagþjálfun felst m.a. í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, ýmis konar félagsstarf, göngutúra, sundferðir, leikfimisæfingar, handavinnu og máltíðir svo að eitthvað sé nefnt.

Umsóknir um sérhæfða dagþjálfun fara í gegnum minnismóttökuna á Landakoti. Einnig geta heimilislæknar sent læknabréf á deildina og sótt um fyrir einstaklinga.

Sérhæfð dagþjálfun er í boði á Hrafnistu Laugarási og Ísafold.

Hagnýtar upplýsingar um dagþjónustu

Hverjir eiga kost á að koma í dagþjónustu?
Einstaklingar 67 ára og eldri sem búa heima geta sótt um að komast í dagþjónustu.
Hvernig sæki ég um dagþjónustu?
Sótt er um almenna dagdvöl og dagendurhæfingu á heimasíðu Hrafnistu.

Umsóknir um sérhæfða dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma eru í gegnum minnismóttökuna á Landakoti.
Hver eru næstu skref?
Hrafnista hefur samband við umsækjanda þegar hann fær úthlutað plássi í dagþjónustu.
Hvað þarf að hafa meðferðis?
Dagþjónusta veitir upplýsingar um það sem þarf að taka með í dagþjónustuna.
Er akstursþjónusta í boði?
Gestir í dagþjónustu eru sóttir heim að morgni og keyrðir heim aftur seinni part dags.
Hvar er dagþjónusta í boði?
Almenn dagdvöl er í boði á Hrafnistu Hraunvangi, Sléttuvegi, Boðaþingi og Ísafold.

Dagendurhæfing er í boði á Hrafnistu Laugarási.

Sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma er í boði á Hrafnistu Laugarási og Ísafold.
Hversu lengi er hægt að vera í dagþjónustu?
Almenn dagdvöl er ótímabundin.

Dagendurhæfing stendur yfir í 8-10 vikur.

Sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma er ótímabundin.
Megin markmið Hrafnistu er að veita framúrskarandi þjónustu til þess að íbúar, aðrir þjónustuþegar og aðstandendur upplifi öryggi, traust og vellíðan. Til að styðja við þetta markmið vinnur Hrafnista eftir hugmyndafræði sem lýsir því hvaða upplifun, menningu og tilfinningu við viljum skapa, bæði fyrir þjónustuþega og starfsfólk.

Nafn á þjónustu

Vivamus sagittis lacus vel augue laoreet rutrum faucibus dolor auctor. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Sed posuere consectetur est at lobortis.

Curabitur blandit tempus porttitor. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Integer posuere erat a ante venenatis dapibus posuere velit aliquet. Aenean eu leo quam. Pellentesque ornare sem lacinia quam venenatis vestibulum.

Maecenas faucibus mollis interdum. Aenean lacinia bibendum nulla sed consectetur. Donec ullamcorper nulla non metus auctor fringilla. Cras mattis consectetur purus sit amet fermentum. Fusce dapibus, tellus ac cursus commodo, tortor mauris condimentum nibh, ut fermentum massa justo sit amet risus. Cum sociis natoque penatibus et magnis dis parturient montes, nascetur ridiculus mus. Maecenas faucibus mollis interdum.