Hverjir eiga kost á að sækja um flutning á Hrafnistu?
Einstaklingar sem geta ekki lengur búið heima þrátt fyrir stuðning heilbrigðis- og félagsþjónustu geta sótt um að flytja á hjúkrunarheimili.
Er hægt að koma í skoðun á heimilin?
Hægt er að bóka skoðun á heimilunum í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu Hrafnistu.
Hvernig sæki ég um að flytja á hjúkrunarheimili?
Umsækjendur þurfa að hafa samband við sinn heimilislækni.
Umsóknir um flutning á hjúkrunarheimili fara í gegnum Færni- og heilsumatsnefnd þess heilbrigðisumdæmis sem einstaklingurinn á lögheimili.
Færni og heilsumatsnefnd sér um biðlista inn á heimilin.
Hver eru næstu skref?
Hrafnista hefur samband við umsækjanda ef umsókn hefur verið samþykkt.
Hvað þarf að koma með?
Í handbók hjúkrunarheimilisins kemur fram hvað þarf að koma með við flutning á heimilið.