María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, fór í áhugavert viðtal í Mannlega þættinum á Rás 1 í vikunni. Þar ræddi hún um ráðstefnuna Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld sem er framundan og hvernig tæknin hefur áhrif á störf og þjónustu hjá Hrafnistu.
„Öll sú tækni sem við erum að horfa á í dag og innleiða er til að taka verkefni í burtu sem snúa ekki beint að einstaklingnum sjálfum. Starfsfólkið hafi þannig meiri tíma til að sinna íbúum og þjónustuþegum.“
Þáttinn má nálgast á spilara RÚV. Hlusta hér