Það var mikil eftirvænting í loftinu í hádeginu í dag þegar nýjum heimasíðum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu var hleypt af stokkunum. Með nýju heimasíðunum er lagt upp með að auðvelda aðgengi að þeim upplýsingum sem leitast er eftir í okkar þjónustu ásamt því að fræðast um þá miklu sögu sem Sjómannadagsráð hefur að geyma sem leiðandi aðili í öldrunarþjónustu á Íslandi.