Ráðstefna um Namaste meðferð fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma var haldin í London 25. september sl. en Namaste nálgun gengur út á að auka vellíðan fólks með langt gengin heilabilunarsjúkdóm. Sunnefa Lindudóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Skógarbæ var með erindi á ráðstefnunni þar sem hún fjallaði meðal annars um innleiðingu Namaste á Hrafnistu og hvernig Hrafnista vinnur með nálgunina.
Á Hrafnistu er Namaste hugsað fyrir fólk sem getur ekki tekið þátt í hefðbundnu félagsstarfi. Aðaláherslan er kærleiksrík snerting og að vinna með skynfæri eins og t.d. lykt, tónlist og bragðskyn.