Fréttasafn

Kveikt á jólatrénu á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í byrjun desember þegar kveikt var á jólatrénu á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold að viðstöddu fjölmenni. Árnesingakórinn söng við athöfnina og að henni lokinni var íbúum og aðstandendum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

 

Lesa meira...

Góðar gjafir til Hrafnistu í Reykjavík frá Oddfellow

Lesa meira...

 

Félagar úr Oddfellow, stúku nr. 11 Þorgeir, færðu Hrafnistu í Reykjavík veglegar gjafir á dögunum. Þeir afhentu heimilinu loftdýnu og tvær spjaldtölvur sem munu koma að góðum notum hér hjá okkur.

Við þökkum þeim kærlega fyrir þessar góðu gjafir og hlýhug í okkar garð.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. 

 

Lesa meira...

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Reykjavík og Kópavogi

Lesa meira...

 

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Reykjavík og í Kópavogi var haldið í Skálafelli, Hrafnistu Reykjavík, í dag sunnudaginn 17. desember.

Langleggur og Skjóða komu í heimsókn og héldu uppi fjörinu með börnunum og jólasveinar litu við með góðgæti í poka. Eftir ballið var svo boðið upp á smákökur, kaffi og djús.

Virkilega vel heppnuð skemmtun í alla staði og börn og fullorðnir skemmtu sér vel, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 

 

Lesa meira...

Góðar gjafir til Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi

Lesa meira...

 

Kiwanisklúbburinn Hof í Garði fagnaði 45 ára afmæli á dögunum og af því tilefni veitti hann nokkrum aðilum styrki.

Nesvellir í Reykjanesbæ fengu tvo hreyfiskynjara. Kiwanisklúbburinn bauð til kaffisamsætis í Garðinum af þessu tilefni. Viljum við þakka Kiwanisklúbbnum Hofi innilega fyrir okkur.

Á dögunum fékk Hlévangur í Reykjanesbæ 100 þúsund króna styrk frá Rebekkustúkunni Steinunni í Reykjanesbæ og er búið að festa kaup á hægindastól í setustofu fyrir þann styrk. Við þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn.

 

 

Lesa meira...

Rannveig Oddsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Sólborg, Anný Lára, Rannveig og Pétur.
Lesa meira...

 

Rannveig Oddsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttiforstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri og Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Rannveig og Pétur Magnússon forstjóri.

 

Lesa meira...

Stytta af Guðmundi Hallvarðssyni afhjúpuð á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Fimmtudaginn 7. desember s.l. varð Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, 75 ára.

Í tilefni dagsins var afhjúpuð stytta af honum sem staðsett er í holinu fyrir framan Skálafell á Hrafnistu í Reykjavík. Stjórn Sjómannadagsráðs samþykkti fyrir nokkru að gerð yrði stytta af Guðmundi honum til heiðurs, en á þessum stað er einnig að finna styttur af nokkrum merkum kyndilberum úr sögu Sjómannadagsráðs. Guðmundur er vel að þessum heiðri kominn.

Á aðalfundi Sjómannadagsráðs í maí s.l. gaf Guðmundur ekki kost á sér til endurkjörs og steig þar með upp úr formannsstólnum sem hann hafði vermt síðan árið 1993. Hann var fyrst kosinn í stjórn Sjómannadagsráðs árið 1984. Guðmundur hefur átt glæstan feril í þessu embætti og undir hans stjórn hafa fyrirtæki Sjómannadagsráðs vaxið og dafnað.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu styttunnar en fjölskylda Guðmundar var á meðal gesta.

 

Ljósmyndir: Hreinn Magnússon.

 

Lesa meira...

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirði og Garðabæ

Lesa meira...

 

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirðinum og í Garðabæ var haldið sl. laugardag í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Langleggur og Skjóða héldu uppi fjörinu með börnunum og jólasveinar komu í heimsókn með góðgæti í poka. Eftir ballið var svo boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, smákökur og brúnköku. Virkilega vel heppnaður dagur í alla staði og fólk skemmti sér vel eins og myndirnar bera með sér. 

 

 

Lesa meira...

Síða 11 af 76

Til baka takki