Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar ráðin tímabundið á Hrafnistu Garðabæ Ísafold

Rannveig Hafsteinsdóttir
Lesa meira...

Rannveig Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Garðabæ Ísafold.

Rannveig er 30 ára gömul og er í sambúð með Guðna Stefánssyni. Saman eiga þau eina 2 ára dóttur. Áður en hún hóf nám í hjúkrunarfræði starfaði hún m.a við aðhlynningu á Roðasölum og Hrafnistu í Hafnarfirði, samhliða afgreiðslustarfi í gullsmiðju.

Rannveig útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum í Molde, Noregi 2013.

 

Lesa meira...

Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2018

Lesa meira...

 

Öldrunarráð Íslands óskar eftir tilnefningum til viðurkenninga ráðsins. Öllum er heimilit að senda inn tilnefningar.

Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 20. apríl 2018 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi fagnar 8 ára afmæli

Lesa meira...

 

Þann 16. mars sl. var haldið upp á 8 ára afmæli Hrafnistu í Kópavogi. Sú hefð hefur skapast að elda lambahrygg á deildum með tilheyrandi meðlæti og spennandi sósukeppni er haldin á milli deilda. Pétur Magnússon forstjóri dæmdi í keppninni í ár eftir að hafa farið á milli og smakkað sósu á hverjum stað. Krakkar frá leikskólanum Austurkór komu og sungu á deildum og í dagdvöl og vöktu mikla kátínu.

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Eik í Garðabæ bakaði pönnukökur fyrir heimilisfólk á Ísafold

Lesa meira...

Dagurinn í gær á Hrafnistu Garðabæ var einn af þessum nærandi. Og það fyrir bæði líkama og sál. Hópur af kraftmiklum konum í Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ brettu upp ermar, tóku fram pönnukökupönnurnar og göldruðu fram pönnukökur í tuga- ef ekki hundruðatali á Ísafold. Pálmar Ólason spilaði og söng og fór með gamansögur meðan við nutum veislufanga, samveru og ómetanlegrar vináttu Lionskvenna.

 

Lesa meira...

Páfagaukurinn Stebbi 1. árs

Lesa meira...

 

Páfagaukurinn hann Stebbi (sem heitir að sjálfsögðu fullu nafni Stefán Hilmarsson, eftir sjálfum lagahöfundinum og söngvaranum) varð 1. árs þann 15. mars sl. en hann býr á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu í Hafnarfirði.

Í tilefni dagsins voru blásnar upp blöðrur og hengdir upp fánar og eins og allir afmælisfuglar fékk Stebbi að sjálfsögðu afmælispakka og stelpurnar á deildinni bökuðu skúffuköku og buðu upp á ís með. Heimilisfólkið hló mikið að þessu uppátæki og tók vel undir þegar sungin var afmælissöngurinn fyrir Stebba.

 

 

Lesa meira...

Jóna Ósk Ásgeirsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, Pétur og Jóna Ósk.
Lesa meira...

 

Jóna Ósk Ásgeirsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík,  Pétur Magnússon forstjóri og Jóna Ósk.

 

Lesa meira...

María Ingibjartsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, María, Pétur og Anna María.
Lesa meira...

 

María Ingibjartsdóttir, sjúkraliði á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík,  María, Pétur Magnússon forstjóri og Anna María Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi.

 

Lesa meira...

Hrafnista Nesvöllum fagnar 4 ára afmæli

Lesa meira...

Þann 16. mars sl. voru 4 ár síðan Nesvellir voru opnaðir og að sjálfsögðu var haldin afmælisveisla. Boðið var upp á lambahrygg sem eldaður var inn á hverri einingu, svo að íbúarnir fengju að upplifa góðan matarilm, ásamt meðlæti og eftirrétt. Tónlist með Ragga Bjarna var svo skellt í tækið og saman áttum við ljúfa samverustund. Til gamans má nefna að af þeim 38 íbúum sem fluttu frá Garðvangi fyrir 4 árum þá eru 10 af þeim með okkur enn í dag.

 

Lesa meira...

Ólafur Haukur Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Ólafur Haukur Magnússon, matreiðslumaður í eldhúsi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Ólafur Haukur og Magnús Margeirsson yfirmaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna.

 

 

Lesa meira...

Síða 11 af 85

Til baka takki