Fréttasafn

Nýr starfsmaður Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Reykjavíkurborg hefur gert samning við  Sjómannadagsráð um að hafa umsjón með undirbúningi, hönnun og byggingaframkvæmdum hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi í Reykjavík.  Ölduvör ehf. sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs sér um uppbyggingu á Sléttuveginum. Á svæðinu verða einnig  byggðar íbúðir fyrir aldraða og þjónustumiðstöð.

Sjómannadagsráð hefur ráðið Gunnar Örn Steingrímsson byggingatæknifræðing til að hafa umsjón með undirbúningi, hönnun og byggingaframkvæmdunum. Gunnar hefur langa reynslu af byggingaframkvæmdum og eftirliti. Áður starfaði hann hjá Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar við byggingaeftirlit og síðar hjá Eykt ehf við verkefnastýringu byggingaframkvæmda.

 

 

Lesa meira...

Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttir 50 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Guðlaug kveður eftir 50 ár!

Sunnudaginn 21. maí sl.  var síðasta vaktin hjá Guðlaugu P. Sigmundsdóttur, starfsmanni á Vitatorgi á Hrafnistu í Reykjavík. Guðlaug hóf störf á Hrafnistu árið 1967 og náði því að starfa fyrir Hrafnistuheimilin í 50 ár. Guðlaug er annar starfsmaðurinn í sögu Hrafnistu til að ná þessum merka áfanga í starfsaldri en líklega munu ekki fleiri ná því enda mjög sjaldgæft í dag að fólk sé 50 ár á sama stað.

Í tilefni tímamótanna var haldin veisla til heiðurs Guðlaugu, í lok þessarar síðustu vaktar. Þar var henni færður blómvöndur, kveðjugjöf frá samstarfsfólki og hálsmen sem kveðjugjöf frá Hrafnistu. Að auki fékk Guðlaug í þakkarskyni fyrir 50 árin, gjafabréf hjá ÚrvalÚtsýn að andvirði 350.000 kr. sem vonandi nýtist vel. Guðlaugu þökkum við kærlega fyrir störf og framlag sitt í sögu Hrafnistu - og til öldrunarmála á Íslandi. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni!

 

Á meðfylgjandi mynd er Guðlaug ásamt samstarfsfólki sínu á síðustu vaktinni.

Lesa meira...

Samgöngustyrkur

Lesa meira...

 

Öllu starfsfólki Hrafnistu býðst nú að kaupa 12 mánaða strætókort á verði 9 mánaða korts. Auk þess geta starfsmenn sótt um samgöngustyrk til Hrafnistu. Með þessu vill Hrafnista hvetja starfsmenn til að taka strætó til og frá vinnu.

 

Lesa meira...

Sara Pálmadóttir ráðin deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Sara Pálmadóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Ísafold, Sara er 33 ára gömul, er í sambúð með Bjarna Þór Jónssyni og eina fimm ára gamla dóttur saman, hana Ylfu Rún. Upphaflega byrjaði hún að vinna hjá Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2001 og vann þá við aðhlynningu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún kláraði sjúkraliðanám árið 2006 og vann áfram hjá Hrafnistu til ársins 2008. Eftir það fór hún að vinna á Móttöku- og meðferðardeild 32A á geðsviði Landspítalans og var þar frá árinu 2008 til 2013. Þar var hún m.a. hópstjóri, sat í fræðslunefnd geðsviðsins og sá um verklegt nám fyrir sjúkraliðanema á deildinni. Árið 2013 hún nám í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Samhliða náminu vann hún í dagdvölinni og í sjúkraþjálfuninni á Hrafnistu í Kópavogi þar sem hún fékk tækifæri til að nýta þá þekkingu sem hún hefur lært í náminu í starfi. Sara kemur til starfa 1. júní nk.

Við bjóðum Söru hjartanlega til hamingju og velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 13 af 71

Til baka takki