Fréttasafn

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði var haldið föstudagskvöldið 2. febrúar s.l. Blótið tókst í alla staði mjög vel og skemmtu gestir sér konunglega. Hrafnistukokkarnir mættu á svæðið með full trog af þorramat svo allir fengu nóg að borða og drekka. Með hákarlinum var svo að sjálfsögðu boðið uppá Brennivín fyrir þá sem vildu. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin og tókst með eindæmum vel.
Veislustjóri kvöldsins var Hera Björk og Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi og í fjöldasöng með Heru Björk. 
Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Naustavarar fór með minni kvenna og Hera Björk fór með minni karla. Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagssráðs var ræðumaður kvöldsins og hjómsveit Ingvars Hólmgeirs ásamt söngvurunum Valda og Rúnu spiluðu undir dansi fram eftir kvöldi.
Til að svona stór skemmtun geti orðið að veruleika leggjast allir á eitt til að skemmtunin lukkist sem best og viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir góða samvinnu.

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Kópavogi föstudaginn 2. febrúar

Lesa meira...

Föstudaginn 2. febrúar sl.  var Þorrablót haldið á Hrafnistu Kópavogi.

Á meðan á borðhaldi stóð sungu og spiluðu Hjördís Geirsdóttir og Sveinn Sigurjónsson íslensk þorralög í bland við gömul lög sem allir gátu sungið með.

Matnum skoluðum við niður með íslensku brennivíni og malti og appelsíni. Pétur Magnússon forstjóri mætti í þjóðbúningnum sínum, sem er sérsaumaður á hann, og gladdi það íbúa Hrafnistu Kópavogi að sjá hann í háum sokkum og með skotthúfu.

 

Lesa meira...

Pétur Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur og Hálfdan.
Lesa meira...

 

 

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, afhenti Pétri gjöf í tilefni af 10 ára starfsafmælinu.  

 

 

Lesa meira...

Lucia Lund 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Lucia. Hálfdan og Harpa.
Lesa meira...

 

Lucia Lund, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Lucia, Hálfdan Henrysson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna. 

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Garðabæ fagnaði 1. árs afmæli í gær

Lesa meira...

 

Hrafnista Garðabæ Ísafold fagnaði 1 árs afmæli sínu í gær, miðvikudaginn 1. febrúar, með hádegismat að hætti langömmu. Allar einingar elduðu lambahrygg með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Það var yndislegt að finna ilminn leggja um húsið og ekki skemmdi fyrir að fá þau harmonikkusnillinga systkinin Svein og Hólmfríði til að spila og syngja um húsið. Takk kærlega fyrir okkur.

 

Lesa meira...

Hrafnistukonur í Fréttablaðinu í gær

Lesa meira...

 

Í gær, miðvikudaginn 1. febrúar, fylgdi fylgirit með Fréttablaðinu með umfjöllun um konur í atvinnulífinu. Í því má finna umfjöllun um Hrafnistu og viðtöl við konurnar okkar sem sitja í Framkvæmdaráði Hrafnistu.

 

Viðtölin má lesa með því að smella hér

 

 

 

Lesa meira...

Anna María Bjarnadóttir ráðin tímabundið í stöðu aðstoðardeildarstjóra á Miklatorgi Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

 

Anna María Bjarndóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin tímabundið í stöðu aðstoðardeildarstjóra á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík í fjarveru Jónu Óskar Ásgeirsdóttur aðstoðardeildarstjóra.

Anna María hefur starfað hjá okkur á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 2009. Hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2012.  

Lesa meira...

Skipulagsbreytingar á Rekstrarsviði Hrafnistu

Lesa meira...

 

Frá og með 1. febrúar næstkomandi verða þær breytingar á skipulagi rekstrarsviðs Hrafnistu að ný starfseining: Fræðsla og ráðgjöf, tekur til starfa.

Fræðslumál færast þá frá mannauðsdeildinni í þessa nýju starfseiningu, sem auk fræðslunnar mun sinna ráðgjöf til starfsmanna, stjórnenda, heimilismanna og aðstandenda. 

Með því móti verður settur aukinn kraftur í fræðslumálin og þróun þeirra innan Hrafnistuheimilanna.  Einnig verður aukin áhersla á ráðgjöf varðandi starfsþróunarmál og önnur málefni sem snúa að eflingu starfsmannahópsins, fræðslu til aðstandenda og heimilismanna.

 

Starfsmenn Fræðslu og ráðgjafar verða Lucia Lund og Soffía Egilsdóttir:

Lucia Lund:   Mun sjá um fræðslumál í samstarfi við Soffíu, sjá um ráðgjöf varðandi starfsþróunarmál og önnur verkefni sem snúa að eflingu starfsmannahópsins.  Þess má geta að Lucia lauk á síðasta ári námi í Markþjálfun.

Soffía Egilsdóttir:  Mun sjá um fræðslumál í samstarfi við Luciu og sinna ráðgjöf  varðandi samskipti við heimilisfólk og aðstandendur þeirra. Soffía sinnir stuðningi við forstöðumenn og stjórnendur í einstökum málum sem félagsráðgjafi.

Sameiginlega munu þær Lucia og Soffía vinna að stefnumótun og uppbyggingu fræðslustarfsins og ráðgjafar, ásamt því að taka þátt í gæðastarfi, móta verklagsreglur og vinna með þverfaglegum teymum innan Hrafnistu.  

Um leið og við þökkum Luciu fyrir sín góðu störf sem mannauðsstjóri Hrafnistu , óskum við henni og Soffíu góðs gengis við að efla enn frekar fræðslu og ráðgjöf innan Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Síða 106 af 175

Til baka takki