Fréttasafn

Hrafnista Nesvöllum fagnar 4 ára afmæli

Lesa meira...

Þann 16. mars sl. voru 4 ár síðan Nesvellir voru opnaðir og að sjálfsögðu var haldin afmælisveisla. Boðið var upp á lambahrygg sem eldaður var inn á hverri einingu, svo að íbúarnir fengju að upplifa góðan matarilm, ásamt meðlæti og eftirrétt. Tónlist með Ragga Bjarna var svo skellt í tækið og saman áttum við ljúfa samverustund. Til gamans má nefna að af þeim 38 íbúum sem fluttu frá Garðvangi fyrir 4 árum þá eru 10 af þeim með okkur enn í dag.

 

Lesa meira...

Ólafur Haukur Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Ólafur Haukur Magnússon, matreiðslumaður í eldhúsi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Ólafur Haukur og Magnús Margeirsson yfirmaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna.

 

 

Lesa meira...

María Guðbjörg Óladóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Pétur Magnússon forstjóri og María Guðbjörg.
Lesa meira...

 

María Guðbjörg Óladóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðarræstingastjóri Hrafnistu Hafnarfirði

 

Ronald André Olguín González hefur verið ráðinn aðstoðarræstingarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Ronald er fæddur í Chile en hefur búið ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur börnum á Íslandi í tvö ár. Hann er menntaður í alþjóðaviðskiptum en hefur starfað í ræstingunni hjá okkur í tæplega tvö ár og sinnt sérverkefnum.

 

Lesa meira...

Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar og Geirs Ólafssonar á Hrafnistu Reykjavík 20. mars

Lesa meira...

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu í Reykjavík í gær þegar stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Geir Ólafsson tróðu upp fyrir íbúa og gesti ásamt undirleikaranum Þóri Baldurssyni. Yfir 220 tónleikagestir hlýddu á söng þeirra félaga og voru yfir sig ánægðir með flutninginn.

Kristján og Geir gáfu vinnu sína til Hrafnistu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þessa glæsilegu skemmtun og hlýhug til Hrafnistu.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum í gær.

 

Lesa meira...

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, heimsótti Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 15. mars sl. Hún byrjaði á því að funda með framkvæmdaráði Hrafnistu þar sem skipulag og starfsemi Hrafnistu var kynnt og farið var yfir ýmis málefni hjúkrunarheimila og öldrunarþjónustu hér á landi almennt. Að þeim fundi loknum gaf ráðherrann sér góðan tíma til að skoða heimilið okkar í Laugarásnum og heilsa upp á íbúa og starfsfólk.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.

 

Lesa meira...

Leikskólabörn frá Stekkjarási heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 6. mars sl. komu krakkarnir á leikskólanum Stekkjarási í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og sungu í Menningasalnum fyrir íbúa og starfsfólk. Það myndaðist gríðarlega góð stemmning sem endaði á því að Böðvar tók upp harmonikkuna og spilaði undir söng þar sem allir sungu saman. Við þökkum þessum skemmtilegu krökkum kærlega fyrir komuna.

 

Börnin sungu: 

 https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1987007654896444/

 

Allir sungu saman:

 https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1987007801563096/

 

Lesa meira...

Kristín Helga Jónsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kristín Helga Jónsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Kristín Helga og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 102 af 175

Til baka takki