Fréttasafn

Fjórar fallegar meðferðakisur á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Það hefur heldur fjölgað á heimilinu okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði undanfarið. Fjórar kisur hafa flutt þar inn en þessar kisur eru engar venjulegar kisur heldur eru þetta meðferðakisur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir einstaklinga með heilabilun. Þær mjálma, mala, lyfta loppunni, velta sér yfir á bakið og elska að láta klappa sér. Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Hrafnistu í Hafnarfirði þessar myndarlegu kisur og þökkum við þeim innilega fyrir þessa fallegu gjöf sem á eftir að nýtast okkar heimilisfólki vel í framtíðinni.

 

Lesa meira...

Jólaball fyrir starfsfólk Hrafnistu Hafnarfirði og Garðabæ

Lesa meira...

 

Hrafnista bauð starfsfólki sínu í Hafnarfirði, Garðabæ og fjölskyldum þeirra á jólaball í gær. Langleggur og Sjóða sáu um skemmtidagskrána og leiddu um 120 manns í kringum jólatréð. Jólasveinar mættu á svæðið með góðgæti í poka fyrir börnin. Boðið var upp á heitt súkkulaði og tertur og áttu allir notalega samverustund saman.

 

Lesa meira...

Jólaball fyrir starfsfólk Hrafnistu Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hrafnista bauð starfsfólki sínu í Reykjanesbæ og fjölskyldum þeirra á jólaball í gær. Leikhópurinn Lotta sá skemmtidagskrána og leiddi um 150 manns í kringum jólatréð. Jólasveinar mættu á svæðið með góðgæti í poka fyrir börnin. Boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur og áttu allir notalega samverustund saman.

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn færir Hrafnistu í Hafnarfirði myndarlegan styrk

Lesa meira...

Í gær afhenti Lionsklúbburinn Ásbjörn deild iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði myndarlegan styrk.

Hann samanstendur af ýmsu til skynörvunar eins og Inmu hátalara/púða og 3 mismunandi tegundir af kúluábreiðum frá Eirberg, 4 Hasbro's meðferðakisur, rafdrifið píluspjald, stigatöflu og stand frá Ping pong sem hægt er að fara með á milli hæða á heimilinu svo fleiri geti spilað. Bluetooth hátalara, 4 Gemino göngugrindur frá Fastus sem eru sérhannaðar fyrir einstaklinga með Parkinson og nýja stóla fyrir vaxherbergi deildarinnar frá Sýrusson.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hluta af gjöfunum og meðferðakisuna Brand í fanginu á nafna sínum.  

Hrafnista Hafnarfirði þakkar kærlega fyrir höfðinglegar gjafir og hlýhug í sinn garð.

 

Lesa meira...

Rebekkustúkan Eldey hjá Oddfellow færa íbúum á Hlévangi gjöf

Lesa meira...

 

Rebekkustúkan Eldey hjá Oddfellow hefur hugsað mjög hlýlega til íbúa Hlévangs með fallegum gjöfum. Nú komu þær færandi hendi með lazyboy stóla sem þær færðu íbúum hjúkrunarheimilisins og við afhendinguna tóku þær eftir að sjónvarpið í setustofunni á neðri hæðinni var frekar lítið að þeirra mati og ætla þær því að mæta með nýtt sjónvarpstæki fyrir jólin. Við færum þeim hjartans þakkir fyrir höfðinglegar gjafir.

 

Lesa meira...

Verðlaunaafhending í jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna 2018

Lesa meira...

 

Föstudaginn 30. nóvember sl. fór fram verðlaunaafhending í árlegri jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna. Vinningshafinn í ár er Sævar Hjálmarsson og þökkum við honum kærlega fyrir þátttökuna og óskum honum hjartanlega til hamingju.

Það var Sigurbjörg Hannesdóttir iðjuþjálfi sem afhenti Sævari verðlaun fyrir 1. sætið en hún hefur haft umsjón með keppninni undanfarin ár. 

 

Lesa meira...

Umfjöllun um kótilettukappátið sl. fimmtudag á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Fréttablaðið ásamt Fjarðarfréttum, fréttablaði Hafnfirðinga, hafa birt skemmtilega umfjöllun af kótilettukappátinu sem fram fór sl. fimmtudag á Hrafnistu í Reykjavík.

 

Umfjöllun í Fréttablaðinu:

https://www.frettabladid.is/lifid/ingmaur-sigrai-kotilettukappat-a-hrafnistu?fbclid=IwAR3cV4uW0kNboNdZfGoogRI9eaJ1EjK7LQLm3CKjTvw5h0i519hka97FcOI

 

Umfjöllun í Fjarðarféttum:

https://www.fjardarfrettir.is/frettir/mannlif/nadi-ekki-ad-sla-hafnfirskt-met-i-kotelettuati?fbclid=IwAR35grd8fdZcGLyQ5_NsYIe32oxwfdiM4ZCQyXg5E5CYZSCP70CJjBdtonk

 

 

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Samningur við Já-verk undirritaður í dag í tengslum við framkvæmdir á Sléttuvegi

Lesa meira...

Í dag var undirritaður verksamningur við Já-verk um uppsteypu og utanhússfrágang þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða við Sléttuveg. Í þessum áfanga er um að ræða 60 leiguíbúðir og 1700m² þjónustumiðstöð sem mun tengja saman hjúkrunarheimilið og íbúðarblokkina.

Samkvæmt samningi þessum á uppsteypu þjónustumiðstöðvarinnar að vera lokið um miðjan febrúar 2019 og íbúðanna í lok júlí 2019. Frágangi utanhúss við þjónustumiðstöðina á að vera lokið um miðjan maí 2019 og íbúða í janúar 2020.

Samningurinn var undirritaður í fundarsal Sjómannadagsráðs og ritaði Gylfi Gíslason undir samninginn fh. Já-verks og Hálfdan Henrysson fh. Sjómannadagsráðs.

 

Viðstaddir undirritunina í dag voru þeir Gylfi Gíslason, Guðmundur Gunnarsson og Heimir Rafn Bjarkason frá Já-verki, Hálfdan Henrysson og Sigurður Garðarsson frá Sjómannadagsráði ásamt Jóni Grétari Magnússyni frá Ölduvör.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 95

Til baka takki