Fréttasafn

Sinfóníuhljómsveit Íslands með tónleika á Hrafnistu í Hafnarfirði

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær þegar meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands​ héldu tónleika fyrir heimilisfólk. Sjónvarpað var upp á hjúkrunardeildar frá tónleikunum í gegnum Hrafnisturásina svo að allir gætu notið. Dagskráin samanstóð af klassískum jólaperlum sem kom öllum svo sannarlega i jólaskapið og heimilisfólkið naut afskaplega vel.

Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn.

 

Með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan er hægt að hlýða á nokkra tóna sem spilaðir voru í gær.

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1947059008891309/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1947060235557853/

 

Lesa meira...

Kveikt á jólatrénu á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í byrjun desember þegar kveikt var á jólatrénu á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold að viðstöddu fjölmenni. Árnesingakórinn söng við athöfnina og að henni lokinni var íbúum og aðstandendum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

 

Lesa meira...

Góðar gjafir til Hrafnistu í Reykjavík frá Oddfellow

 

Félagar úr Oddfellow, stúku nr. 11 Þorgeir, færðu Hrafnistu í Reykjavík veglegar gjafir á dögunum. Þeir afhentu heimilinu loftdýnu og tvær spjaldtölvur sem munu koma að góðum notum hér hjá okkur.

Við þökkum þeim kærlega fyrir þessar góðu gjafir og hlýhug í okkar garð.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. 

 

Lesa meira...

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Reykjavík og Kópavogi

 

Jólaball starfsmanna Hrafnistu í Reykjavík og í Kópavogi var haldið í Skálafelli, Hrafnistu Reykjavík, í dag sunnudaginn 17. desember.

Langleggur og Skjóða komu í heimsókn og héldu uppi fjörinu með börnunum og jólasveinar litu við með góðgæti í poka. Eftir ballið var svo boðið upp á smákökur, kaffi og djús.

Virkilega vel heppnuð skemmtun í alla staði og börn og fullorðnir skemmtu sér vel, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 

 

Lesa meira...

Síða 2 af 75

Til baka takki