Fréttasafn

Leitarhundaæfing á Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold

Lesa meira...

 

Við á Hrafnistu viljum gjarnan taka þátt í samfélagslegum verkefnum. þess vegna var það auðsótt þegar Hjálparsveitskáta í Garðabæ, Hjálparsveitskáta í Reykjavík og lögreglan óskuðu eftir að fá að æfa leitarhunda innanhúss á Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold. Til okkar mætti vaskur hópur með 5 hunda og leit um húsið gekk vel. Þetta verkefni mæltist vel fyrir hjá íbúum og starfsfólki Ísafoldar og leitarhundarnir stóðu sig með prýði. Eftir vel heppanaða leit eru hundarnir verðlaunaðir með uppáhaldinu sínu sem var í þessu tilfelli rjómaostur.

 

Lesa meira...

Stjórnendadagur Hrafnistu

Lesa meira...

 

Í gær funduðu stjórnendur Hrafnistuheimilanna og fóru yfir ýmis áhugaverð og mikilvæg mál. Án góðra stjórnenda verður aldrei góð starfsemi. Markmið þessa glæsta hóps er, í samvinnu við annað starfsfólk, að ná fram hámarks þjónustu og gæðum fyrir íbúana okkar, út úr þeim fjármunum sem ríkið leggur til starfseminnar. Hrafnista er ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins og starfrækir í dag sex hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum. Alls um 20-25% af öllum hjúkrunarrýmum á Íslandi. Við erum jafnframt stærsti rekstraraðili dagdvala fyrir aldraða á Íslandi. Sjöunda Hrafnistuheimilið er nú í byggingu í Fossvoginum og er ætlunin að hefja þar starfsemi í lok næsta árs. Um 1.000 aldraðir njóta þjónustu okkar daglega.


Myndin var tekin á fundi stjórnenda Hrafnistuheimilanna í gær en eðlilega komust ekki alveg allir til fundarins.

 

Lesa meira...

Wenlan Hu 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Wenlan Hu, sjúkraliði á Sól-/Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Dagný Jónsdóttir deildarstjóri Sól-/Mánateigs, Wenlan Hu, Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavik.

 

Lesa meira...

Laufey M. Jóhannesdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Árdís, Lafey og Hrönn.
Lesa meira...

 

Laufey M. Jóhannesdóttir, sjúkraliði á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Laufey og Hrönn Ögmundsdóttir deildarstjóri á Ölduhrauni.

 

Lesa meira...

Gróa Guðrún Magnúsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Gróa Guðrún, Eygló og Birna María.
Lesa meira...

 

Gróa Guðrún Magnúsdóttir, sjúkraliði á Lækjartorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Gróa Guðrún, Eygló Tómadóttir deildarstjóri á Lækjartorgi og Birna María Einarsdóttir aðstoðardeildarstjóri.

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir afhentu í dag Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold gjöf fyrir hönd sonar síns, Snorra Sigurðssonar.

Um er að ræða veggpjöld af íslensku kúalitunum sem hengd verða inn á allar sex heimiliseiningarnar, Heiðmörk, Þórsmörk, Ásbyrgi, Snæfell, Dynjanda og Arnarstapa.

Við þökkum Snorra hjartanlega fyrir gjöfina sem mun án efa vekja lukku hjá íbúum og gestum Ísafoldar.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 12. október sl. var hin árlega Hausthátíð haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar sem hátíðin var haldin á Bleikum degi var allt húsið skreytt í bleiku og hátíðargestir og starfsfólk hvatt til að koma í einhverju bleiku. Kokkar Hrafnistu sáu um að elda dýrindis máltíð fyrir gestina, Svavar Knútur og Berta sáu um veislustjórnina, Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi og DAS bandið spilaði á dansiballinu í lokin. Það er óhætt að segja að dagurinn hafi lukkast aldeilis vel.

Meðfylgjandi eru myndir frá haustfagnaðinum.

 

Lesa meira...

Sigríður Þ. Ingólfsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Sigrún, Sigríður og Sigurbjörg.
Lesa meira...

 

Sigríður Þ. Ingólfsdóttir, starfsmaður í iðjuþjálfun á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigríður og Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar  Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Síða 86 af 175

Til baka takki