Fréttasafn

Myndir frá vetrarhátíð Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

 

Vetrarhátíð Hrafnistu í Reykjavík var haldin í gærkvöldi, fimmtudaginn 8. nóvember. Í gleðinni tóku þátt íbúar, aðstandendur og starfsmenn eða alls um 150 manns. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna setti hátíðina og flutti ávarp og síðan tóku Svavar Knútur og Berta við veislustjórninni. Borinn var fram þjóðarréttur Hrafnistu lambakótilettur í raspi með öllu tilheyrandi, sem kokkar Hrafnistu reiddu fram af sinni alkunnu snilld. Undir borðhaldi lék Bragi Fannar og skemmtu allir sér hið besta á hátíðinni.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vetarhátíðinni í gærkvöldi. 

 

Lesa meira...

Sigrún Stefánsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

 

Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri afhenti Sigrúnu 15 ára starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur Workplace by Facebook í notkun

Lesa meira...

 

Þessa dagana er Hrafnista að innleiða Workplace í sinni starfsemi. Tilgangurinn með Workplace á Hrafnistu er að auka flæði upplýsinga og þekkingar, styrkja samvinnu og skilvirkni, færa starfsfólk nær hvort öðru og efla starfsandann á vinnustaðnum en um 1200 manns starfa á Hrafnistuheimilunum sem eru sex talsins í fimm sveitarfélögum. Miðillinn Workplace er sérsniðinn fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana og virkar með svipuðum hætti og Facebook. Kjarnavirkni Workplace felst í hópum (grúppum), fréttum (news feed) og samtölum með texta, hljóði og/eða mynd (chat), viðburðum (events), könnunum (polls) og skjalasamskiptum (docs). Innbyggð í lausnina eru öflug leit og tilkynningar.

Lesa meira...

 

Lesa meira...

Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Guðrún Hjördís og Eyrún.
Lesa meira...

 

Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Guðrún Hjördís og Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfögnuði Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

 

Hinn árlegi haustfagnaður Hrafnistu var haldinn á Hlévangi fimmtudagskvöldið 1. nóvember. Íbúar, aðstandendur og starfsmenn, rúmlega 60 manns, mættu prúðbúnir til gleðinnar þar sem Svavar Knútur og Berta Dröfn sáu um veislustjórn. Boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu en það eru lambakótilettur í raspi, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sósa. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna setti hátíðina og flutti stutt ávarp. Heiðursgestur haustgleðinnar var Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og undirrituðu hann og Pétur samning um samstarfssamkomulag vegna þeirra lagfæringa sem er verið að fara í á húsnæði Hlévangs. Voru þetta miklar gleðifregnir fyrir íbúa Hlévangs, aðstandendur þeirra og starfsmenn alla.  Áttu allir hina skemmtilegustu samverustund saman.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á haustfögnuðinum á Hrafnistu Hlévangi í gærkvöldi. 

Lesa meira...

Soffía S. Egilsdóttir ráðin sem umboðsmaður íbúa og aðstandanda Hrafnistu

Lesa meira...

 

Soffía S. Egilsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu á Hrafnistu sem ber heitið Umboðsmaður íbúa og aðstandanda. Í þessu starfi felst að samræma upplýsingagjöf til íbúa og aðstandanda, við innlögn, um þá þjónustu sem Hrafnista veitir sem og önnur ráðgjöf og fræðsla sem ástæða þykir til.

Soffía hefur starfað hjá Hrafnistu í næstum 20 ár. Hún var 16 ár í framkvæmdastjórn Hrafnistu og hefur síðastliðin 3 ár starfað við fræðslu og ráðgjöf innan Hrafnistuheimilanna. Hún hefur verið varaformaður Öldrunarráðs Íslands og formaður FAAS (félag aðstandenda alzheimersjúklinga). Soffía er með meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf.

Umboðsmaður íbúa og aðstandenda mun tilheyra heilbrigðissviði Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfögnuði Hrafnistu Kópavogi

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu Kópavogi fór fram í gærkvöldi, miðvikudaginn 31. október.

Íbúar höfðu beðið spenntir eftir kvöldinu og mikil gleði einkenndi kvöldin og dagana á undan. Alls tóku um 160 manns þátt í gleðinni og heiðursgestur kvöldsins var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og eiginkona hans.

Rebekka deildarstjóri hélt opnunarræðu og síðan tóku veislustjórar kvöldsins við, þau Svavar Knútur og Berta.

Eftir borðhaldið spilaði Sveinn Sigurjónsson fyrir dansi.

Fyrir hönd íbúa á Hrafnistu Kópavogi viljum við þakka öllum þeim sem gerðu kvöldið svo eftirminnilegt.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á haustfögnuðinum í gær.

 

Lesa meira...

Haustfagnaður Hrafnistu í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 31. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 31. október og hefst hann með fordrykk kl. 17:30.

Verð fyrir gesti er kr. 4.500.- (nánari upplýsingar veitir starfsfólk á Hrafnistu Kópavogi).

Miðasala fer fram á skrifstofugangi á 2. hæð Boðans:

Mánudaginn 22. okt frá kl. 14:00-16:00

Þriðjudaginn 23. okt frá kl. 16:00-18:00

Eingöngu er tekið við reiðufé en einnig er hægt að greiða í gegnum heimabanka.

  

Sjá auglýsingu hér.

 

 

Lesa meira...

Síða 84 af 175

Til baka takki