Fréttasafn

Samvinnuverkefni Alþjóðaskólans og Hrafnistu Garðabæ-Ísafold

Lesa meira...

Krakkar frá Alþjóðaskólanum hafa komið vikulega í heimsókn til íbúa á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Garðabæ-Ísafold til að lesa og vinna verkefni.

Markmiðið með samstarfinu er að íbúar á hjúkrunarheimilinu myndi vinatengsl við börnin frá Alþjóðaskólanum og viðhaldi eða rifji upp fyrri hlutverk. Flestir sem búa á heimilinu hafa reynslu af barnauppeldi og því fylgir að leiðbeina og kenna börnum t.d. að lesa. Þau veita börnunum stuðning við að lesa, gefa þeim endurgjöf og svo skapast líka umræður um námsefnið þar sem þau fá tækifæri til að miðla sinni reynslu og visku til barnanna. Í einni heimsókninni hafði eitt barnið týnt vettling á leiðinni til okkar á Ísafold. Til að hughreysta barnið þá sagði íbúinn að líklega hefðu álfarnir bara fengið hann lánaðan og að hann kæmi í leitirnar um leið og þeir myndu skila honum, þetta hafði barnið aldrei heyrt fyrr. Fræðslan er því á báða bóga, börnin fræða um nýjar venjur og þau eldri um gamla siði, hefðir og trú (eins og dæmið um álfatrúna).

Það er óhætt að segja að allir sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa haft gaman af því og hlakka til að fá börnin í heimsókn. Eins og haft er eftir einum þátttakanda: „ Það er gleði að fá hann/hana og lífsreynsla fyrir mig. Ég hef svo gaman af börnum og ég nýt þess alveg. Börn eru yndisleg“.

Við þökkum Alþjóðaskólanum fyrir farsælt samstarf og hlökkum til næstu annar.

Fjallað var um samstarfið í Garðapóstinum í síðustu viku. 

 

Lesa meira...

Breski sendiherrann í heimsókn á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Breski sendiherrann heimsótti Hrafnistu Garðabæ-Ísafold sl. fimmtudag. Breska sendiráðið gaf íbúum og gestum köku í tilefni fullveldis Íslands þann 1.desember sl. Sendiherrann Michael Nevin afhenti kökuna og hélt ræðu við tilefnið. Börn og unglingar frá tónlistarskóla Álftaness spiluðu á píanó og sungu fyrir alla í menningarsalnum.

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu frá heimsleikaförum slökkviliðsmanna

Lesa meira...

Íslenskir slökkviliðsmenn afhentu Hrafnistu að gjöf tvö sett af fullkomnum Vivo sýndarveruleikagleraugum sl. föstudag. Gjöfina munum við nota í þjálfun og til afþreyingar þar sem íbúar og aðrir gestir Hrafnistu geta farið í ferðalög, leyst verkefni sem reyna á vitræna- og líkamlega færni og margt fleira. Með sýndarveruleikatækni er hægt að örva minni og hægja á elliglöpum. Rebekka og Sara deildarstjórar á Hrafnistu Boðaþing og Hrafnistu Ísafold tóku við gjöfinni í húsakynnum Slökkviliðsins í Skógarhlíð.

Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna eru haldnir á tveggja ára fresti. Þar koma saman viðbragðsaðilar úr öllum heimsálfum og keppa sín á milli í tugum íþróttagreina. Til þess að geta tekið þátt hafa heimsleikafarar verið með árlega sölu á dagatali slökkviliðsmanna. Hluti ágóðans af sölu dagatalana renna til góðgerðamála.

Við færum heimsfaraleikum slökkviliðsins hjartans þakkir fyrir rausnarlega gjöf og hlýhug í okkar garð.

Við minnum á dagatalasölu þeirra og hvetjum alla til að næla sér í eintak og gefa í jólagjöf

Hægt er að panta  dagatalið á dagatal.shs.is þar sem er heimsending um allt land og allan heim!

 

Lesa meira...

Aðventustund á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í dag var haldin aðventustund á Hrafnistu Hafnarfirði. Böðvar Magnússon sá um stundina, Hrafnistukórinn söng og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna var með hugvekju. Í hugvekju sinni velti hann m.a. upp hugleiðingum um jólahald fyrri tíma og dagsins í dag.

 

Lesa meira...

Tónlistarhátíð á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gær var svo sannarlega tónlistarhátið á Hrafnistu Hafnarfirði.

Í gærmorgun komu rúmlega 70 krakkar á aldrinum 6-9 ára í heimsókn frá Barnaskóla Hjallastefnunar í Hafnarfirði og sungu fyrir okkur nokkur jólalög sem glöddu alla viðstadda. Í lokin gáfu krakkarnir íbúum og öðrum gestum jólakort með kveðju sem þau höfðu útbúið sjálf og þökkum við þeim kærlega vel fyrir.
Eftir hádegi komu Jólahjón - Hátíð í bæ í heimsókn en kvartettinn Jólahjón skipa þau Jóhanna, Bjartur, Þóra og Örvar. Þau voru með einstaklega líflegan, flottan og skemmtilegan flutning á jólalögum sem náði vel til allra viðstaddra. Það var glens og gaman á milli laga sem og í flutningi sem kitluðu hláturtaugarnar hjá öllum viðstöddum í salnum. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir komuna og vonumst til að sjá þau aftur að ári.

 

Lesa meira...

Edyta M. Torba 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Edyta, Oddgeir, Ólafur og Kristján.
Lesa meira...

 

Edyta M. Torba, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Edyta, Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Ólafur Haukur Magnússon yfirmaður eldhúsa Hrafnistu og Kristján Björn Haraldsson martreiðslumaður.

 

Lesa meira...

Síða 80 af 175

Til baka takki