Fréttasafn

Bleiki dagurinn á Hrafnistu - föstudaginn 12. október

Lesa meira...

 

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 12. október og Hrafnistuheimilin munu svo sannarlega leggja sitt af mörkum til að gera daginn sem hátíðlegastan líkt og undafarin ár. Þessa dagana er verið að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku. Að sjálfsögðu höldum við svo upp á Bleika daginn með formlegum hætti með því að hvetja heimilisfólk og starfsfólk á Hrafnistu til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku þennan dag. 

 

Lesa meira...

Rannsóknarsjóður Hrafnistu óskar eftir umsóknum um styrki á sviði öldrunarmála

Lesa meira...

 

Eitt af meginmarkmiðum sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra. Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem að stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi.

Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 2018 og skulu umsóknir sendar á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsókn skal fylgja:

a)        Stutt lýsing á verkefninu

b)        Tíma- og kostnaðaráætlun

c)         Aðrir styrkir sem sótt er um fyrir sama verkefni

Sú kvöð fylgir styrkveitingu að niðurstöður verkefnisins séu kynntar á Hrafnistu í ræðu og riti auk þess að rannsóknarsjóðurinn áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu innan 3 ára ef hætt hefur verið við verkefnið.

 

Nánari upplýsingar fást hjá gæðastjóra Hrafnistu, Nönnu G. Sigurðardóttur í síma 585-9402.

 

 

Lesa meira...

Afrískur trommusláttur á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Afrískir trommarar og dansari komu og sýndu listir sínar í Skálafelli á Hrafnistu Reykjavík í gær. Mikill fjöldi íbúa mætti og slógu taktinn og dilluðu sér með tónlistinni.

Listahópurinn kom á vegum Reykjavíkurborgar og Linda Hartmanns söngkona söng fyrir og eftir viðburðinn ljúfa tóna. Við á Hrafnistu í Reykjavík þökkum öllum kærlega fyrir komuna og skemmtunina.

 

Afrískur dans og söngur:

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/165981774307404/

 

Linda Harmanns söng fyrir gesti:

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/745561415797166/

 

Lesa meira...

Lokahóf púttklúbbs Hrafnistu í Hafnarfirði haldið í gær

Lesa meira...

 

Lokahóf púttklúbbsins á Hrafnistu í Hafnarfirði var haldið í gærkvöldi í salnum á 5. hæð. Íslensk kjötsúpa, kaffi konfekt, hvítvín og rauðvín var á boðstólnum og mættu um 26 manns prúðbúnir til leiks. Þrjár stjörnur mættu á svæðið til að skemmta en það voru þær Viðja 7 ára sem spilaði nokkur lög á selló, Brynja Guðmundsdóttir 7 ára sýndi fimleikaæfingar og Guðrún Árný kom og söng og spilaði. Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á lokahófinu, tala sínu máli.  

 

Lesa meira...

Samvinnuverkefni Hrafnistu í Hafnarfirði og leikskólans Norðurbergs.

Lesa meira...

 

Samvinnuverkefni Hrafnistu í Hafnarfirði við leikskólann Norðurberg er komið á fullt skrið. Verkefnið snýr að því að sauma tautöskur fyrir börnin undir pollagalla og annað sem bera þarf á milli leikskóla og heimilis og losna þannig við plastpokana.

Elín hefur verið dugleg á saumavélinni og „fljúga“ töskurnar í gegn hjá henni. Börnin koma svo fljótlega og þræða bönd í töskurnar svo hægt sé að halda á þeim. Meira um þetta verkefni síðar.

 

Lesa meira...

Jólakúlugleði á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Jólakúlugerðin er hafin á vinnustofu iðjuþjálfunar á Hrafnistu í Hafnarfirði, enda jólin farin að nálgast. Þær voru einbeittar þær María, Bogga og Skúlína undir góðri leiðsögn frá Dæju og Önnu Jónu.

 

Lesa meira...

Sigríður L. Gestsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís, Sigríður, Elín og Pétur.
Lesa meira...

 

Sigríður L. Gestsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Sigríður L. Gestsdóttir, Elín Jónsdóttir aðstoðardeildarstjóri sjúkraþjálfunar og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Bæjarstjórnin beið lægri hlut í enn eitt skiptið

Lesa meira...

Frá árinu 2009 hefur farið fram árleg púttkeppni milli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og sveitar íbúa Hrafnistu í Hafnarfirði, en keppnin fór fram í gær á púttvelli Hrafnistu við Hraunvang. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið keppendum hliðhollir þetta árið, en keppendur létu veðrið ekki trufla sig. Mikið líf og fjör var á vellinum enda er þessi keppni alltaf mjög skemmtileg. Þó fór svo að í enn eitt skiptið hafði sveit Hrafnistu betur í keppni um farandbikarinn. Keppnin var þó óvenju jöfn og spennandi þetta árið þar sem Hrafnista sigraði með minnsta mun sem verið hefur frá upphafi, eða með einungis 4 höggum. Við á Hrafnistu þökkum Rósu bæjarstjóra og hennar glæstu sveit fyrir keppnina og komuna til okkar.

 

Einstök úrslit voru eftirfarandi:

Í karlaflokki:

1. sæti: Friðrik Hermannsson Hrafnistu

2. sæti: Kristinn Anderssen bjæjarfulltrúi

3. sæti: Ragnar Jónasson Hrafnistu

 

Í kvennaflokki:

1. sæti: Inga Pálsdóttir

2. sæti: Hallbjörg Gunnarsdóttir

3. sæti: Sigrún Ágústsdóttir

Allar frá Hrafnistu í Hafnarfirði

Kristín Th bæjarfulltrúi hlaut verðlaunin besta nýting vallarins, en þau verðlaun hlýtur sá einstaklingur sem fer völlinn á hæsta skorinu, eins konar skussaverðlaun.

 

Lesa meira...

Tillögur að jólakorti Hrafnistu 2018 - skiladagur 15. október

Lesa meira...

 

Starfsfólk iðjuþjálfunar á Hrafnistu óskar eftir tillögum að jólakorti Hrafnistu árið 2018.

Kortið er prentað í um 3000 eintökum og Hrafnista sendir jólakortið út á hverju ári til allra íbúa og annarra vellunnara heimilanna.

Skiladagur er 15. október 2018 og er áhugasömum bent á að hafa samband við starfsmenn iðjuþjálfunar til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

Lesa meira...

Síða 8 af 95

Til baka takki