Fréttasafn

Fræðsla fyrir nýliða á Hrafnistuheimilinum vorið 2019

Lesa meira...

 

Í gær fór fram tíunda og síðasta nýliðafræðslan þetta vorið fyrir nýliða á Hrafnistuheimilunum en tvær þeirra voru fyrir hjúkrunar- og læknanema, sem og vaktstjóra sem höfðu ekki fengið álíka fræðslu áður. Alls sóttu 190 starfsmenn Hrafnistu þessa fræðsludaga og fjölmargir eldri og reyndari starfsmenn komu að því að halda fyrirlestra fyrir nýliðahópana.

Á næstu dögum verður send út könnun til nýliða þar sem þeir verða meðal annars spurðir út í nýliðafræðsluna sem og hvernig þeim fannst almennt tekið á móti þeim í starfi. Niðurstöðurnar verða notaðar til að meta hvar sé hægt að gera enn betur í þessum málum.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum fræðsludögum en fyrsta nýliðafræðslan fór fram í lok maí sl. 

 

 

 

 

Lesa meira...

Ólöf Ásgeirsdóttir tekur við stöðu aðstoðardeildarstjóra sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Ólöf Ásgeirsdóttir hefur tekið við stöðu aðstoðardeildarstjóra sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi, en hún mun sinna starfinu á meðan Elín aðstoðardeildarstjóri er í fæðingarorlofi.

Ólöf lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 1993 og  diplómagráðu í Lýðheilsuvísindum frá sama skóla haustið 2016. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá Hrafnistu frá 2017.

 

 

Lesa meira...

Nýr starfsmaður heilbrigðissviðs Hrafnistu

Lesa meira...

 

Lilja Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

Lilja er hjúkrunarfræðingur að mennt og er í mastersnámi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún er með áralanga reynslu af hjúkrun og stjórnun, bæði sem deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri á hjarta, lungna- og augnskurðdeild á Landspítala. Hún hefur mikla reynslu af umbótastarfi, innleiðingu verkefna og eftirfylgni, rekstri, gæðastarfi og fleiru sem á eftir að efla heilbrigðissvið Hrafnistu í þjónustu við deildir og aðra starfsemi Hrafnistuheimilanna.

Lilja mun hefja störf 1. október 2019. 

 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvöllum frá 1. september 2019

Sólrún Marý Gunnarsdóttir
Lesa meira...

 

Sólrún Marý Gunnarsdóttir mun taka við stöðu aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á Nesvöllum frá 1. september 2019.

Sólrún útskrifaðist með BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 2012 frá Háskóla Íslands.

Hún starfaði við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Hlévangi frá árinu 2009 og svo sem hjúkrunarnemi þangað til hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði á Hlévangi til 15. mars 2014 en þá flutti hún sig yfir á Nesvelli þar sem hún hefur starfað síðan sem hjúkrunarfræðingur.

Sólrún er þrítugur Sandgerðingur í sambúð með Sævari Baldvinssyni og saman eiga þau tvö börn þau Elísabetu Eldey og Hafstein Heiðar.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hlévangi frá 1. september 2019

Helga Hjálmarsdóttir
Lesa meira...

 

Helga Hjálmarsdóttir mun taka við stöðu deildarstjóra hjúkrunar á Hlévangi frá 1. september 2019.

Helga útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1996 frá Die Schule für Pflegeberufe St. Vinzenz-Krankenhaus Hanau gGmbH í Þýskalandi. Hún vann frá útskrift á almennri skurðdeild við sama sjúkrahús til ársins 2003. Árið 2003 hóf hún störf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur og síðan sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar. Hún hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Nesvöllum síðan í mars 2014.

Helga er rúmlega fertugur Garðbúi gift Oliver Keller og saman eiga þau tvo syni, þá Erik og Eyvind.

 

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hið árlega sumargrill Hrafnistu Hlévangs var haldið í hádeginu sl. föstudag. Þó að sú gula hafi mætt eins og búið var að panta þá var of kalt til að vera utandyra og því var partýið flutt inn. Það var Múlakaffi sem grillaði dýrindis lambakjöt og kjúkling fyrir gesti og eldhús Hrafnistu sá um allt meðlæti og boðið var upp á ís í eftirrétt. Bandið Heiður spilaði og söng fyrir gesti og hélt uppi miklu stuði. Virkilega skemmtileg samverustund.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hið árlega sumargrill Hrafnistu Hraunvangi var haldið í gær, fimmtudaginn 4. júlí. Vegna veðurs var hátíðin haldin innandyra þetta árið en íbúar og gestir létu það ekki á sig fá og skemmtu sér vel.

Múlakaffi og eldhús Hrafnistu sáu til þess að allir fengju ljúffengan grillmat og ís í eftirétt og þökkum við vel fyrir okkur.

Böðvar hélt uppi stemmingunni eins og honum einum er lagið með ljúfum tónum og fjöldasöng.

Yndislegur dagur í alla staði.

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Boðaþingi Kópavogi

Lesa meira...

 

Í Boðaþingi var sumri fagnað með árlegu sumargrilli í hádeginu í gær, miðvikudaginn 3. júlí. Veðrið var ekki að leika við íbúa og gesti og var fagnaðurinn haldinn inni, í húsakynnum Boðans.  Svenni kom og hélt uppi stemmingu með harmonikku, gleði og söng.  Eins og venjulega lá vel á íbúum í Boðaþingi og myndaðist skemmtileg stemming meðal íbúa og starfsfólks. Maturinn lukkaðist vel og kunnum við Múlakaffi og eldhúsi Hrafnistu bestu þakkir fyrir. Iðjuþjálfinn okkar hún Svana og kokkur Múlakaffis Eyþór reyndust gamlir sveitungar og vildu meina að það gerði allt betra að fá norðlenskt inngrip en Kópavogsbúar voru ekki alveg til í að samþykkja það.  Það var gaman að sjá hversu margir komu og tóku þátt í gleðinni með okkur en tæplega 160 manns mættu í ár.  Starfsfólk þakkar öllum sem komu fyrir gleðina og samveruna og starfsfólki öllu, bæði Boðans og Hrafnistu, fyrir frábæra samvinnu. 

 

Lesa meira...

Guðrún og Júlíus láta af störfum á Grund

Lesa meira...

 

Hrafnista og Grund hafa átt í góðu samstarfi í gegnum tíðina enda sameignlegt markmið að þjóna öldruðum sem best. Þessa dagana eru mikil tímamót á Grund þar sem Guðrún Birna Gísladóttir er að láta af störfum sem forstjóri Grundar en hún hefur verið forstjóri frá því að faðir hennar, Gísli Sigurbjörnsson, lét af störfum sem forstjóri í janúar 1994 eða í rúm 25 ár. Jafnramt er Júlíus Rafnsson einnig að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Grundar en því starfi hefur hann gegnt frá árinu 1988. Gísli Páll Pálsson, sonur Guðrúnar Birnu hefur nú tekið við embætti sem forstjóri Grundarfyrirtækjanna sem staðsett eru í Vesturbænum, Mörkinni í Reykjavík og í Hveragerði.

Af þessu tilefni var haldin glæsileg veisla á Grund þar sem meðal annars fulltrúi Hrafnistu færði þeim öllum þakklætis- og hamingjuóskir í tilefni þessarra merku tímamóta.

 

 

Lesa meira...

Síða 65 af 175

Til baka takki