Fréttasafn

Jenjira Malooleem 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Jenjira Malooleem, starfsmaður í ræstingu Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Jenjira og Auður Björk Bragadóttir deildarstjóri ræstingar Hrafnistu Laugarási. 

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Laugarási í Reykjavík

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu við Laugarás var haldinn í gær, fimmtudaginn 19. september, í þjóðlegu haustveðri sem enginn lét þó trufla sig við fagnaðinn. Veislustjóri kvöldsins var Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem skemmti gestum og söng af sinni alkunnu snilld við undirleik Hjartar Ingva Jóhannssonar. Hátíðarræðuna hélt svo Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs, hún fór á kostum bæði í ræðumennsku og tók jafnvel lagið og var gerður góður rómur að framlagi hennar. Veitingarnar voru heldur ekki af verri endanum, kótilettur með öllu tilheyrandi sem fylgt var eftir með ljúffengri súkkulaðimús og svo sannarlega hægt að hrósa kokkunum okkar sem og öllu starfsfólki sem að viðburðinum kom. Aðeins var tæknin að stríða okkur varðandi hljóðkerfið og barst hljóð ekki eins vel á deildar og fyrirhugað var. Botninn í fagnaðinn sló svo hinn eini sanni Bragi Fannar sem þandi nikkuna af gleði eins og honum einum er lagið. Við þökkum öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóginn við Haustfagnaðinn og óskum þess að haustið megi verða ykkur gott og gjöfult.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi

Lesa meira...

Haustið er sannarlega komið hér í Boðaþingi, laufin fjúka í kringum húsin, kartöflurnar uppteknar og sumarlögin hafa verið lögð til hliðar.  Oft fylgir haustveðrinu svolítil lægð í húsinu og þá er gott að hafa eitthvað til að hlakka til. Haustfagnaður Hrafnistu í Boðaþingi var haldinn síðastliðinn miðvikudag.  Það var mikil tilhlökkun og spenna í húsinu, sparifötin pressuð og mikið umstang. Katrín Halldóra söng- og leikkona var veislustjóri og stóð sig frábærlega vel.  Ljúfu tónarnir hennar svifu um allt hús og einn íbúi okkar kom í gær og sagði „ég var bara með gæsahúð í hvert sinn sem hún söng, hún er dásamleg“.  Það má með sanni segja að hún eigi marga aðdáendur hér í Boðaþingi efitir kvöldið.  Það spillti ekki fyrir að píanóleikarinn Hjörtur Jóhannsson spilaði undir og  var samspil þeirra skemmtilegt.  Margir höfðu gaman af að heyra að Hjörtur væri sonur stórmeistarans okkar ástkæra í skák, Jóhanns Hjartarsonar.  Það hefur gefið af sér og spurning hvort við stofnum skák klúbb hér í framhaldinu.  Ræðumaður kvöldsins var Ólafur Þ. Gunnarsson alþingismaður og öldrunarlæknir en pistill hans var einlægur og vakti mann til umhugsunar.  Bragi Fannar harmonikkuleikari lokaði kvöldinu fyrir okkur og nýttu nokkrir sér tækifærið og tóku nokkur dansspor.  En það sem er kannski eftirminnilegast við haustfagnaðinn er hvað allir leggjast á eitt um að eiga góða stund saman, íbúar, gestir og starfsfólk.  Allir tilbúnir að leggja okkur lið í þeim efnum og viljum við hér með þakka öllum sem komu að þessari skemmtun.  Á það við um starfsfólk, íbúa og gesti.  Takk fyrir okkur.

 

 

Lesa meira...

Afmælistónleikar á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Svava Valdimarsdóttir, íbúi á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, fagnar 90 ára afmæli sínu á næstu dögum. Af því tilefni buðu aðstandendur hennar upp á tónleika þar sem söngvarinn K.K. - Kristján Kristjánsson söng og spilaði á gítar fyrir Svövu og íbúa deildarinnar sem hún býr á, öllum til mikillar ánægju.

 

Lesa meira...

Árlegt púttmót Hrafnistu Hraunvangi og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar

Lesa meira...

 

Föstudaginn 13. september sl. fór fram árlegt púttmót sveitar Hrafnistu í Hraunvangi og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á púttvellinum við Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem keppt er um farandbikarinn mikla. Keppnin var óvenju spennandi að þessu sinni. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sigraði í kvennaflokki en það dugði ekki til því Hrafnista vann farandbikarinn í samanlögðum árangri rétt eins og öll önnur ár sem keppnin hefur farið fram. Við þökkum bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir drengilega keppni nú sem endranær og hlökkum til að mæta þeim aftur að ári.  

 

Lesa meira...

20 ára samstarf Lyfjavers og Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Um þessar mundir heldur Lyfjaver, einn af okkar samstarfsaðilum, upp á 20 ára afmæli fyrirtækisins. Af því tilefni komu forsvarsmenn Lyfjavers í heimsókn á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði á dögunum og buðu íbúum og starfsfólki upp á afmælistertur en árið 1999 var fyrsta lyfjarúllan frá Lyfjaveri afhent á 4. hæð Hrafnistu Hraunvangi.

Það voru Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og María Fjóla Harðardóttir framkvæmdarstjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu sem veittu fyrstu tertunni viðtöku úr höndum forsvarsmanna Lyfjavers.

Við þökkum Lyfjaver kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs í framtíðinni.

 

Lesa meira...

Samvinnuverkefni Hrafnistu Hraunvangi og leikskólans Norðurbergs.

Lesa meira...

 

Í dögunum var haldinn Taupokafagnaður í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði í tilefni að því að leikskólanum á Norðurbergi voru hentir 150 taupokar sem unnir höfðu verið í samstarfi milli leikskólans og vinnustofu iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi. Unnið hefur verið að þessu samstarfsverkefni í heilt ár en það fól í sér að heimilisfólk, þjónustunotendur og starfsfólk Hrafnistu saumaði taupoka undir óhrein og blaut föt leikskólabarnanna. Leikskólinn safnaði efninu en megintilgangur verkefnisins var að gera leikskólann eins plastpokalausan og hægt er. Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og Anna Borg leikskólastjóri Norðurbergs sögðu í stuttu máli frá verkefninu og Pétur forstjóri Hrafnistu flutti stutta ræðu. Börnin sungu með Hrafnistukórnum undir stjórn Böðvars Magnússonar og Bragi Fannar lauk hátíðinni með harmonikkuleik og fjöldasöng. Virkilega skemmtilegur dagur sem við áttum saman og ánægjulegt samstarfsverkefni sem við erum ákaflega stolt af.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hlévangi

Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir
Lesa meira...

 

Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir tekur við stöðu aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á Hlévangi frá 1. nóvember 2019. Guðrún Snæbjört útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2012. Hún er einnig með sjúkraliðapróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti frá 2007 og hefur víðtæka reynslu á sviði umönnunar og hjúkrunar frá árinu 2004. Guðrún er með diplóma í fjölskyldumeðferð frá árinu 2017. Hún þekkir vel umhverfi Hrafnistu þar sem hún hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar frá árinu 2014 á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. 

 

Lesa meira...

Síða 63 af 175

Til baka takki