Fréttasafn

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Kópavogi var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Boðið var upp á kaffi og með því. Tekið var lagið við harmonikkuspil Hólmfríðar og hlustað á Miðbæjarkvartetinn syngja dásamlega tóna.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hlévangi var haldinn hátíðlegur. Helgistund var í umsjá séra Baldurs og félagar úr kór Njarðvíkurkirkju sungu undir píanóleik. Boðið var upp á sjómannadagskaffi og bandið Heiður kom í heimsókn og spilaði nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Nesvöllum var haldinn hátíðlegur. Helgistund í umsjá séra Baldurs var í sal þjónustumiðstöðvarinnar og félagar úr kór Njarðvíkurkirkju sungu undir píanóleik. Boðið var upp á sjómannadagskaffi og bandið Heiður kom í heimsókn og spilaði nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Samsýning opnuð á Hrafnistu í Hafnarfirði á Sjómannadaginn

Lesa meira...

Dagskrá Sjómannadagsins á Hrafnistu í Hafnarfirði hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt tónleika fyrir utan heimilið kl. 10:00. Opnuð var samsýning á myndlist sem unnin hefur verið á vinnustofu iðjuþjálfunar. Eftir hádegi var svo messa og Bragi Fannar kom svo að því loknu og spilaði a harmonikkuna fyrir gesti sem þáðu kaffi og meðlæti á kaffihúsinu í tilefni dagsins.  

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Reykjavík var basarinn opinn, Lúðrasveit Reykjavíkur spilaði nokkur vel valin lög og gestir þáðu kaffi og meðlæti í Skálafelli undir harmonikkuleik Böðvars. 

 

Lúðrasveit Reykjavíkur hélt tónleika fyrir utan aðalanddyri Hrafnistu í Reykjavík við mikinn hátíðleik og gleði. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og tónleikana.

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/1806590936030475/

 

Skálafell var þétt setið og harmonikkutónarnir hljómuðu fallega á Sjómannadaginn 3. júní. Frábært að sjá svo marga koma í heimsókn á þessum fallega degi.

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/1806595796029989/

 

Lesa meira...

Síða 7 af 86

Til baka takki