Fréttasafn

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 11. október sl. var haldin Hausthátíð á Hrafnistu við Hraunvang. Hún fór einstaklega vel fram og var vel sótt. Um veislustjórn sá Katrín Halldóra söngkona og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, flutti stutta ræðu. Kokkar heimilisins reiddu fram dýrindismáltíð og DAS bandið lék undir dansi. Hátíðin fór fram á Bleikum degi og var heimilið skreytt í bleiku og veislugestir voru hvattir til að mæta í einhverju bleiku á hátíðina.

Þetta var virkilega vel heppnaður dagur sem skilaði sér í mikilli gleði og ánægju veislugesta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu Nesvalla var haldinn hátíðlegur fimmtudagskvöldið 10. október sl. þar sem íbúar, aðstandendur og starfsfólk áttu notalega kvöldstund saman. Guðrún Árný Karlsdóttir sá um veislustjórn og söng hún með sinni einstöku rödd og spilaði á píanó ásamt því að segja gestum skemmtilegar sögur. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Grétar prestur og fór hann ekki bara með gamanmál heldur söng hann líka dúett með Guðrúnu Árný og svo var slegið í tríó þegar Bragi Fannar harmonikkuleikari mætti á svæðið. Boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu en það eru kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og í eftirrétt var súkkulaðimús. Bragi Fannar harmonikkuleikarinn ungi og efnilegi endaði kvöldið með því að þenja nikkuna með fögrum hljómum.

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistuheimilunum föstudaginn 11. október

Lesa meira...

Í dag föstudaginn 11. október er Bleiki dagurinn í hávegum hafður líkt og undanfarin ár á öllum Hrafnistuheimilunum. Búið er að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku og var heimilisfólk og starfsfólk hvatt til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku í dag.

Á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ var starfsfólki boðið upp á dekur í tilefni dagsins og Helga Björk Jónsdóttir djákni á Ísafold lét eftirfarandi orð falla eftir daginn:

„Yndislegt að mæta til vinnu í morgun og vera leidd beint í dekur og fá að byrja bleika daginn á paraffín vaxi fyrir hendur og heitum bakstri á axlir. Dekur er eitthvað sem við konur getum fært hver annari til þess að sýna væntumþykju og stuðning. Þennan október erum við minntar á að við erum aldrei einar og að við stöndum saman. Á Ísafold var dekrað án afláts í dag.“
#bleikuroktóber #djáknastarfið #bleikurkragi #fyrirþærsembörðust #aldreiein

 

Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk hefur tekið hér og þar á Hrafnistuheimilunum okkar í Laugarási og Skógarbæ í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ í dag.

 

Lesa meira...

Texti við mynd af Sigurgeir Sigurðssyni fyrrverandi biskup Íslands afhjúpaður á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

Í tilefni 25. Sjómannadagsins 3. júní 1962 afhenti þáverandi formaður Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, Hrafnistu málverk af hr. Sigurgeiri Sigurðssyni biskup Íslands. Pétur sagði við athöfnina að Sigurgeir biskup „hafi ætíð verið reiðubúinn til að rétta Sjómannadeginum hjálparhönd“.

Myndina gerði Magnús Á. Árnason listmálari árið 1962 en hún er af athöfn sem fram fór á Melavellinum, Sjómannadaginn 8. júní 1941. Þar minntist Biskup 121 sjómanna sem fórust á tímabilinu frá Sjómannadeginum 2. júní 1940 til þessa Sjómannadags árið 1941. Sagt var við minningarathöfnina „að lengi verði í minnum haft hér á landi hin geigvænlegu sjóslys á tímabili milli þessarar tveggja sjómannadagar“. Aldrei hafa fleiri sjómenn farist á milli Sjómannadaga.

Í gær fór fram á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík athöfn þar sem þessi texti var afhjúpaður við myndina.

Við athöfnina voru viðstaddir Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Hálfdan Henrysson núverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási og Kjartan Sigurðsson afkomandi sr. Sigurgeirs.

 

Lesa meira...

Marimbasveit Þingeyjaskóla í heimsókn á Hrafnistu í Laugarási

Lesa meira...

Föstudaginn 4. október sl. komu góðir gestir í heimsókn á Hrafnistu í Laugarási. Um var að ræða Marimbasveit Þingeyjaskóla undir stjórn Guðna Bragasonar. Þessi hæfileikaríka sveit skemmti gestum og gangandi og Skálafell geislaði af gleði. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna með góðum kveðjum norður.

 

Lesa meira...

Þingmenn Samfylkingar í heimsókn á Hrafnistu í kjördæmaviku Alþingis

Lesa meira...

 

Í síðustu viku var svokölluð kjördæmavika á Alþingi. Þá leggja Alþingismenn hefðbundin störf til hliðar og heimsækja fólk og fyrirtæki í kjördæmum sínum. Á föstudaginn komu tveir þingmenn Samfylkingarinnar í heimsókn til okkar á Hrafnistu í Laugarási en það voru þau Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og Ágúst Ólafur Ágústsson og fengu þau kynningu á starfsemi Hrafnistuheimilanna. Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var einnig með á fundinum og áttu fundarmenn gott spjall um heilbrigðis- og velferðarmálin í samfélaginu. Við þökkum þeim Helgu Völu og Ágústi Ólafi kærlega fyrir komuna.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hálfdan Henrysson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri  Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna, Ágúst Ólafur, Helga Vala og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu. 

 

Lesa meira...

Anna María Bjarnadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Anna María Bjarnadóttir, deildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Anna María og Valgerður K. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi. 

 

 

Lesa meira...

Clarissa C. Santos 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu.

Lesa meira...

 

Clarissa C. Santos, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási, Edward Polejowski aðstoðarræstingarstjóri, Clarissa og Auður Björk Bragadóttir ræstingastjóri.

 

Lesa meira...

Lionsbingó á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi stóðu Lionsmenn og konur fyrir bingókvöldi fyrir íbúa á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirið. Fjórum sinnum yfir vetrartímann standa þau fyrir bingókvöldi og var þetta fyrsta bingóið þennan veturinn. Það var vel sótt eins og vanalega og tókst með eindæmum vel. Íbúar á Hrafnistu Hraunvangi þakka Lionsfólkinu kærlega fyrir sig.

 

Lesa meira...

Síða 61 af 175

Til baka takki