Fréttasafn

Starfsfólkið á Hrafnistu komið í jólaskapið

Lesa meira...

 

Í jólablaði Fréttablaðsins, sem kom út þriðjudaginn 26. nóvember sl., var umfjöllun um undirbúning og hefðir jólahátíðarinnar á Hrafnistu. Þar segir Pétur Magnússon forstjóri m.a. frá því að Hrafnista njóti mikillar velvildar í samfélaginu og á aðventunni njóti íbúar okkar þess að fá t.d. heimsóknir frá kórum og tónlistarfólki sem hugsa til okkar og gleðja með sinni heimsókn.

 

Viðtalið í heild sinni má lesa á bls. 102 í Fréttablaðinu á slóðinni https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/191126.pdf

 

 

Lesa meira...

Viðtal við Önnu Jónsdóttur íbúa á Hrafnistu í Laugarási

Lesa meira...

 

Í jólablaði Fréttablaðsins sem kom út þriðjudaginn 26. nóvember sl. birtist skemmtilegt viðtal við Önnu Jónsdóttur sem búsett er á Hrafnistu í Laugarási. Í viðtalinu sagði hún frá viðburðaríkri ævi sinni og jólahefðum. Hún sagði einnig frá  jólunum sem hún gleymir aldrei þegar faðir hennar komst lífs af úr sjávarháska. Anna fæddist árið 1926 á Kvennabrekku í Dölum og fagnaði því 93 ára afmæli á árinu. Hún ólst upp í Hrútafirði þar sem faðir hennar Jón Guðnason var prestur á Prestbakka og síðar skólastjóri og kennari við Héraðsskólann á Reykjum. Móðir hennar hét Guðlaug Bjartmarsdóttir og sinnti stóru og gestkvæmu heimili. Eiginmaður Önnu var Sveinbjörn Markússon kennari og þau eignuðust sex börn. Barnabörnin eru 13 og langömmubörnin eru orðin 10 talsins. Anna hefur búið á Hrafnistu við Laugarás í rúman áratug og líkar mjög vel. Hún segir það stærsta happdrættisvinning sem hægt væri að fá að búa hér. Hún hefur frá því hún flutti hingað verið hjá börnunum sínum á aðfangadag en í ár ætlar hún að vera á Hrafnistu á aðfangadag.

 

Viðtalið í heild sinni má lesa á bls. 102 í Fréttablaðinu á slóðinni https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/191126.pdf

 

Lesa meira...

Eitt stærsta framleiðslueldhús landsins vígt á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Hrafnista hefur tekið í notkun eitt stærsta framleiðslueldhús landsins eftir viðamiklar endurbætur og stækkun upprunalega eldhússins á Hrafnistu í Laugarásnum sem tók til starfa við vígslu heimilisins á Sjómannadaginn árið 1957. Með þessari stækkun munu framleiðsluafköst fara úr 850 í 1.800-2.000 skammta á sólarhring fyrir Hrafnistuheimilin fimm á höfuðborgarsvæðinu auk nýs Hrafnistuheimilis sem tekur til starfa í Fossvegi í byrjun næsta árs. Eftir breytingu verður eldhúsið eitt af stærstu framleiðslueldhúsum landsins. Formleg vígsluathöfn eldhússins fór fram í gær, þriðjudaginn 26. nóvember, þar sem rúmlega 100 manns heiðruðu okkur með nærveru sinni. Á dagskránni voru ávörp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra, Ölmu D. Möller landlæknis og Hálfdans Henryssonar stjórnarformanns Sjómannadagsráðs auk skemmtilegs tónlistaratriðis Valgerðar Guðnadóttur söngkonu og Helga Hannessonar píanóleikara. Í lok athafnarinnar klipptu ráðherra, landlæknir og formaður Sjómannadagsráðs á borða, vígslunni til staðfestingar og Björgvin deildarstjóri Fasteigandeildar Sjómannadagsráðs (eiganda Hrafnistu) afhenti Ólafi, yfirmanni elhúsa Hrafnistu, forláta pönnu sem tákn um afhendingu Sjómannadagsráðs á eldhúsinu til Hrafnistu.

Aukin framleiðsluafköst á 1.050 fermetrum

Gólfflötur eldhússins er í dag alls 1.050 fermetrar eftir tæplega 400 fermetra stækkun. Auk stækkunar og skipulagsbreytinga á nýtingu rýmisins voru nær öll tæki til starfseminnar endurnýjuð eins og nauðsynlegt var vegna aukinna framleiðsluafkasta og er raforkunotkun eldhússins undir fullum afköstum svipuð og hjá 500 vísitölufjölskyldum. Fjárfesting Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu, vegna verkefnisins nemur vel á sjötta hundrað milljónum króna sem aflað var að mestu með arði frá Happdrætti DAS, rekstrarfé Hrafnistuheimilanna, sjálfsaflafé úr eigin sjóðum og með framlagi frá Framkvæmdasjóði aldraðra. Í eldhúsinu eru um 20 stöðugildi.

Margir komu að framkvæmdum við stóreldhúsið

Allur undirbúningur og umsjón með verkefninu var á höndum fasteignadeildar Sjómannadagsráðs í náinni samvinnu við stjórnendur og starfsfólk eldhúsa Hrafnistu. Því fylgdi mikil áskorun að koma nýju eldhúsi fyrir í gömlu húsnæði, en það tókst vel og verkefnið var framkvæmt innan kostnaðaráætlunar og tímaætlunar. Það tók aðeins 10 mánuði að koma þessu flókna verkefni í framkvæmd. Verkefnið naut liðsinnis THG arkitekta og verkfræðihönnuða Mannvits og Eflu. Aðalverktaki framkvæmda var JE Skjanni og að undirverktöku komu Rafmiðlun, Blikksmiðurinn, Landslagnir, Ísfrost, Borgarvirki, Fastus, Bakó Ísberg og Nesvélar.

Á svona stundum er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við þessa flóknu en flottu framkvæmd, sem og þakkir til starfsfólks, íbúa og gesta Hrafnistu í Laugarásnum sem hafa þurft að æfa sig töluvert í þolinmæði undanfarna mánuði. Einnig er mikilvægt að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks í Hraunvangnum þar sem bráðabirgðaeldhús hefur verið staðsett síðustu 10 mánuði og ýmsu hefur þurft að hliðra til svo allt gangi upp. Bestu þakkir til ykkar allra. 

 

 

Lesa meira...

Poppmessa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Það voru ljúfir tónar sem ómuðu um húsið í vikunni á Hrafnistu Hraunvangi þegar haldin var poppmessa í stað hefðbundinnar helgistundar. Hljómsveitin Silfursveiflan spilaði stórkostlega og Sr. Svanhildur Blöndal prestur leiddi stundina frábærlega að venju. Poppmessan var afar lífleg og ljúf í senn.

 

Lesa meira...

Tónleikar og opnun myndlistasýningar á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Eftir hádegið í gær fengum við til okkar frábæra gesti á Hrafnistu Hraunvang, þau Valgerði Guðnadóttur söngkonu og Helga Hannesson píanóleikara sem héldu skemmtilega tónleika fyrir íbúa og gesti. Eftir tónleikana var opnun á myndlistarsýningu Sólveigar Eggertsdóttur. Margir voru við opnunina enda frábær myndlistakona hér á ferð. Alls eru 25 listaverk á sýningunni. Boðið var upp á drykk og skáluðu gestir fyrir listakonunni og sýningunni.

 

Lesa meira...

Um 1.000 manns á Hrafnistuheimilunum sporðrenndu nokkur þúsund kótilettum

Lesa meira...

 

Um 1.000 manns á Hrafnistuheimilunum, sem nú eru 7 talsins, sporðrenndu nokkur þúsund kótilettum í hádeginu í dag. 

Á  Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði fór fram árleg átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns og Ólafs Hauks matreiðslumanns, sem var dómari. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi kótilettumeistari frá því í fyrra, varði titilinn með glæsibrag og sigraði meðal annars alþingismennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Gústa pípara og Frosta bílstjóra. Skemmtileg keppni og kótletturnar stóðu svo sannarlega fyrir sínu.

 

Lesa meira...

Stóra kótilettuveislan á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn“ á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu; sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.

1.000 manns í mat á morgun á 7 Hrafnistuheimilum

Kótilettudagurinn verður haldinn á öllum Hrafnistuheimilunum sjö á suðvesturhorni landsins á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember þegar gert er ráð fyrir að um eitt þúsund manns komi í mat að meðtöldu starfsfólki á vakt og gestum.

Á Hrafnistu í HAFNARFIRÐI verður keppst við að sporðrenna kótilettunum

Á Hrafnistu í Hafnarfirði verður blásið til léttrar átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem verður keppnisstjóri á meðan Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, gerir tilraun til að verja titilinn í baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið, Gústa pípara og fleiri. Dómari verður Óli kokkur. Spurningin er hvort Ólafur Þór verji kótilettutitilinn gegn áhlaupi hinna alþingismannanna, að ekki sé taalað um þá alvönu kótilettumenn, Hvata, Gústa, Jón og hina sem aldrei láta sig vanta í veisluna.

Að veislu lokinni verður opnuð myndlistarsýning Sólveigar Eggertsdóttur í menningarsalnum auk þess sem haldnir verða tónleikar með Valgerði Guðnadóttur söngkonu og Helga Hannessyni píanóleikara.

 

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri sjúkraþjálfunar/iðjuþjálfunar hefur verið ráðin á Hrafnistu Sléttuvegi frá janúar 2020

Lesa meira...

 

Anna Margrét Guðmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar/iðjuþjálfunar á Hrafnistu Sléttuvegi frá janúar 2020. Anna Margrét útskrifaðist með BSc gráðu úr sjúkraþjálfun frá HÍ árið 1989. Árið 2000 útskrifaðist hún með MTc (Manual Therapy certification frá University of St. Augustine í Florida. Árið 2010 lauk hún MPM meistaranámi í verkefnastjórnun frá Verkfræðideild HÍ en í lokaverkefninu bar hún m.a. saman endurhæfingaferlið við skilgreiningu verkefna. Hún hóf starfsferil sinn sem sjúkraþjálfari á Landspitalanum og síðan í Sunnuhlíð. Anna Margrét vann í rúm 20 ár sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari m.a. hjá  Gigtarfélaginu en lengst af í Gáska sjúkraþjálfun. Síðastliðin 6 ár hefur hún verið deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Við bjóðum Önnu Margréti hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Bergdís A. Kristjánsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Bergdís A. Kristjánsdóttir, sjúkraliði á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hjördís Ósk Hjartardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni, Bergdís, Sveindís Skúladóttir aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 58 af 175

Til baka takki