Fréttasafn

Árleg sherrý stund á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í dag fór fram hin árlega sherrý stund sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Stundin var haldin þetta árið í Menningarsalnum og var fullt út að dyrum. Boðið var uppá sherrý og konfekt undir ljúfum tónum frá Guðrúnu Árnýju söngkonu og þökkum við henni vel fyrir skemmtunina. 

 

Lesa meira...

Lydia Surban Cabritit 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Piotr, Lydia, Auður og Sigrún.
Lesa meira...

 

Lydia Surban Cabritit, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Lydia, Auður Björk Bragadóttir deildarstjóri ræstingar og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási. Með þeim á myndinni er Piotr Stefan Kopa sem átti 5 ára starfsafmæli og fékk einnig afhenta tilheyrandi starfsafmælisgjöf af því tilefni.

 

Lesa meira...

Rebekkustúkan Eldey heimsækir íbúa á Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Rebekkustúkan Eldey hefur heiðrað íbúa Hlévangs á Hrafnistu í Reykjanesbæ með mánaðarlegum heimsóknum í vetur. Í gær kom fjöldi vaskra kvenna og bauð íbúunum upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma, heitt súkkulaði, konfekt og sörur. Þegar allir voru búnir að næra sig voru þær með jólabingó. Þessi vinskapur er ómetanlegur og við erum svo þakklát þessum yndislegu konum. Þetta er sannkallaður gæðatími sem þær gefa íbúunum okkar. Kærleikskveðjur frá öllum á Hlévangi.

 

Lesa meira...

Regina Markeviciene 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Regina Markeviciene, starfsmaður í býtibúri á Sólteig/Mánateig Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási, Regina og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri borðsals og ræstingar á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Sameinuð hefur verið deildarstjórastaða borðsals og ræstingar á Hrafnistu í Laugarási og hefur Auður Björk Bragadóttir, núverandi deildarstjóri ræstingar á Hrafnistu í Laugarási, verið ráðin  deildarstjóri í nýja sameinaða deild. Hún mun taka við stöðunni 2.  janúar 2020. Við óskum henni velfarnaðar í nýju og breyttu starfi og  þökkum jafnframt Sigrúnu Kjærnested, fráfarandi deildarstjóra borðsals í Laugarási, kærlega fyrir samstarfið en hún flytur sig um set og mun taka við sem deildarstjóri borðsals á nýju heimili Hrafnistu við Sléttuveg.

 

Lesa meira...

Jólamatur á Hrafnistu Laugarási, Ísafold og Skógarbæ

Lesa meira...

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar sl. föstudag þegar Hrafnista bauð starfsfólki sínu í Laugarási, Ísafold og Skógarbæ upp á purusteik með öllu tilheyrandi í hádeginu. Margar skemmtilegar hefðir fylgja þessum degi þar sem deildir hafa t.d. aðventukaffi, litlu-jól  og fleira.

 

Lesa meira...

Starfsfólk Hrafnistu í Laugarási, Boðaþingi og Skógarbæ á jólaballi

Lesa meira...

 

Hrafnista bauð starfsfólki sínu í Laugarási, Boðaþingi og í Skógarbæ á jólaball í dag. Jólaballið var haldið á Hrafnistu í Laugarási og mættu um 120 manns á ballið. Ævintýrapersónur úr Leikhópnum Lottu sáu um skemmtiatriði fyrir börnin og að sjálfsögðu var svo dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar kíktu líka í heimsókn, dönsuðu og sungu og færðu börnunum glaðning í lokin.

 

Lesa meira...

Jólamatur á Hrafnistu Hraunvangi, Boðaþingi og á Hrafnistu í Reykjanesbæ

Lesa meira...

Venju samkvæmt býður Hrafnista starfsfólki sínu í jólamat. Um er að ræða hádegisverð þar sem boðið er upp á purusteik og tilheyrandi meðlæti. Í hádeginu í gær var starfsfólki í Hraunvangi, Boðaþingi og Reykjanesbæ boðið í hádegismat. Þennan dag er starfsfólki einnig afhentar jólagjafir frá Hrafnistu og margir nota tækifærið og klæðast jólapeysu eða einhverju rauðu í tilefni dagsins. Á þessum degi er jafnan mikil gleði við völd eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í dag, föstudag, var svo starfsfólki í Laugarási, Ísafold og Skógarbæ boðið í hádegisverð og munu myndir frá því birtast hér á heimasíðunni eftir helgi.

 

Lesa meira...

Síða 56 af 175

Til baka takki