Fréttasafn

Jasmín í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Jasmín kom í heimsókn til okkar á Hrafnistu í Reykjavík á dögunum og stóð sig með prýði. Heimilisfólk kunni ákaflega vel að meta þessa heimsókn og fékk hún mikið hrós fyrir „prúðmannlega framkomu“. Henni lá mikið niðri fyrir þegar heim kom að segja hinum hænunum frá ævintýrum sínum í höfuðborginni.

 

Lesa meira...

Kvennahlaup á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 16. júní sl. var Kvennagangan haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þátttakendur voru rúmlega 100. Eftir gönguna spilaði DAS bandið fyrir dansi og boðið var upp á drykki og ávexti. Einstaklega vel heppnað í alla staði.

 

Lesa meira...

Kvennahlaup á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 9. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 9. júní s.l. var árlegt Kvennahlaup ÍSÍ haldið á Hrafnistu í Reykjavík. Þetta árið var hlaupið með glæsilegu sniði þar sem við héldum Sumarhátíð í samfloti við hlaupið og heppnaðist það einstaklega vel. Veðrið lék við okkur þegar lagt var af stað í gönguna þar sem þátttakendur völdu milli tveggja vegalengda. Eftir gönguna var boðið upp á  pylsur, drykki og ís. Söngvarar framtíðarinnar frá leikskólanum Langholti heiðruðu okkur með nærveru sinni og færum við þeim okkar bestu þakkir.

 

Þökkum öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við að gera daginn skemmtilegan. 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Hrafnistu í Kópavogi með kaffi og harmonikkuspili í dásamlegu sólarveðri. Söngkonan Thelma Byrd Hafþórsdóttir kíkti í heimsókn ásamt gítarleikaranum Magnúsi Magnússyni og tóku þau þekkta slagara, gamla og nýja. 

 

Lesa meira...

Síða 7 af 68

Til baka takki