Fréttasafn

Íbúum á Nesvöllum og Hlévangi færðar spjaldtölvur að gjöf

Lesa meira...

Íbúum á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ, Nesvöllum og Hlévangi, bárust höfðinglegar gjafir frá Lionsklúbbi Njarðvíkur, Lionsklúbbnum Æsu, Lionsklúbbi Keflavíkur og Lionessuklúbbi Keflavíkur er þau komu færandi hendi með 4 spjaldtölvur ásamt heyrnartólum. Þessar gjafir koma sér mjög vel þar sem engar heimsóknir eru leyfðar til íbúa Hrafnistu á þessum fordæmalausu tímum og geta íbúar þá haft samskipti við og séð ættingja sína með því að nota myndsímtöl.

Gjafirnar eru strax komnar í notkun og gleðja íbúa jafnt sem aðstandendur. Við þökkum þessum velunnurum okkar innilega fyrir  frábærar gjafir.

 

Lesa meira...

Tilkynning til dagdvalargesta vegna ástandsins í tengslum við COVID-19

Lesa meira...

 

Dagdvalir Hrafnistu verða áfram opnar og mun veita þjónustu þeim sem velja að mæta. Dagsvölin veitir m.a. heilbrigðisþjónustu og við erum í daglegu sambandi við sóttvarnir, landlæknisembættið og ráðuneytið. Það er vilji að við höldum opnu svo lengi sem verða má.
Við virðum sóttvarnir, beitum handþvotti og sprittun og beinum því til okkar fólks að koma aðeins í dagdvölina sé það er laust við flensulík einkenni eins og kvef, h
ita eða hósta. Einnig höfum við gert ráðstafarnir með fjarlægð á milli gesta eins og hægt er og er samgangur við hjúkrunarheimilin ekki leyfður. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með pósti og hér á heimasíðu Hrafnistu þar sem allar breytingar verða tilkynntar. 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Lífið á Hrafnistuheimilinum

Lesa meira...

Lífið á Hrafnistu gengur sinn vanagang og margt er gert til að íbúum okkar líði sem allra best.

Sl. föstudag kom sönghópurinn Lóurnar til okkar á Hrafnistu í Hraunvangi og söng fyrir íbúa okkar eins og þeim einum er lagið. Þetta gerðu þau öll í sjálfboðavinnu og erum við þeim óendanlega þakklát fyrir þeirra frábæra framlag við að stytta heimilisfólkinu okkar stundirnar.

Til þess að svona viðburður geti átt sér stað um þessar mundir þarf mikila undirbúningsvinnu og starfsfólk sá til þess að allir færu með gát. Listafólkið fór inn um sérstakar dyr og sprittuðu sig bæði við komu og brottför. Einungis gestir úr dagvistuninni höfðu kost á að vera viðstaddir í Menningarsalnum en tónleikunum var sjónvarpað í sjónvörp í öllum setustofum hússins þar sem íbúar létu fara vel um sig og fylgdust með á skjánum.  Einnig gat heimilisfólk á öðrum Hrafnistuheimilum fylgst með viðburðinum en honum var streymt beint í gegnum facebook.

Íbúar og starfsfólk í Hraunvangi klæddust litríkum fötum en það var þema dagsins. Svo var fjör á vinnustofunni og í tækjasalnum, Helena var með leikfimi, það var spilahópur, boccia og kaffihópur.

Brot af söng Lóanna má sjá með því að smella HÉR 

Á Nesvöllum var haldin föstudagsgleði þar sem varpað var á tjald söng Lóanna í Hafnarfirði og þegar henni lauk var fallegri íslenskri tónlist varpað á tjaldið. Allir voru duglegir að taka undir í söngnum og sumir stigu dansinn. Ekki var slegið af gönguæfingum og um helgina var fylgst með tónleikum í sjónvarpi.

Á Hlévangi var einnig fylgst með tónleikum á Hrafnistu Hraunvangi í gegnum facebook og allir sammála um samverustundin hafi verið virkilega skemmtileg þar sem falleg íslensk lög voru sungin. Um helgina var haldinn hattadagur sem vakti mikla lukku meðal íbúa.

Á Hrafnistu í Boðaþingi var list í hávegum höfð og dundað var m.a. við hárgreiðslu, félagsvist var spiluð og húslestur fór fram fyrir kaffið.

Í Skógarbæ klæddust íbúar og starfsfólk einnig marglitum fötum sl. föstudag til að lífga upp á heimilið. Fylgst var með tónleikunum frá Hrafnistu í Hafnarfirði og boðið var upp á heitt kakó með rjóma. Íbúar sögðust geyma þessa stund í hjörtum sér. Boccia keppni var svo haldin eftir hádegi. Rósa fótaaðgerðarfræðingur kom færandi hendi og gaf öllum hjúkrunardeildum túlípana. Við vitum að blómin gleðja og á þessum tímum er gott að hafa falleg blóm í vasa á matarborðum.

Nokkur fyrirtæki hafa verið svo elskuleg að færa okkur glaðning og afþreyingu þessa dagana og þökkum við af heilum hug öllum þeim sem sýnt hafa íbúum okkar á Hrafnistu hlýhug með sínum gjöfum.

Í dag var Stefán Helgi Stefánsson, söngvari, gleðigjafi og annar meðlimur Elligleði, hjá okkur í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi og söng fyrir íbúa okkar. Viðburðinum var að sjálfsögðu sjónvarpað beint svo allir gátu fylgst með SJÁ HÉR

 

Íbúar og starfsfólk Hrafnistuheimilanna senda öllum góðar kveðjur.

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Boðaþing 10 ára

Lesa meira...

 

Þann 19. mars var haldið upp á 10 ára afmæli Hrafnistu í Boðaþingi. Hátíðarhöld voru lágstemmd vegna aðstæðna en það er oft á svona tímamótum sem þykir við hæfi að líta yfir farinn veg.

Margt hefur breyst á þessum tíu árum en þegar heimilið var opnað var hugmyndafræði Boðaþings nokkuð ný af nálinni. Það að vera ekki í vinnufatnaði, að bera fram matinn á fötum og leyfa dýrahald, var ekki óþekkt en ekki algengt og hvað þá allt á sama staðnum. Einnig þótti það nýjung að hafa jafna mönnun morgna og kvölds og virðing fyrir sjálfræði íbúa var mjög sterk. Starfsfólk og íbúar eru stolt af að vinna og búa á þessu góða heimili en heimilisbragurinn skapast af starfsfólki og íbúum hússins hverju sinni. Það eru þeir sem starfa og búa í Boðaþingi sem gera Boðaþing að þeim stað sem hann er.

Að lifa þessa tíma þar sem er samkomubann og heimilið lokað fyrir gestum er eitthvað sem fáir áttu von á.  Það er þó ekki það sem hefur verið umræðuefnið undanfarið heldur samhugurinn, persónulegu kynnin og gleðin sem við finnum í húsinu.  Nokkrir íbúar hafa nýtt sér tæknina til að spjalla við ástvini og hefur það orðið fleirum hvatning til að skoða þá möguleika.  Íbúi í Boðaþingi sagðist hafa verið búinn að segjast aldrei myndi nota þetta tæknidrasl en enginn veit sína ævi fyrr en öll er og hann spjallaði við dóttur sína í gær í gegnum spjaldtölvu.  Allir í húsinu gera sitt besta til að létta lundina og það verður að segjast að þessu er ótrúlega vel tekið.  Það kemur vel í ljós í þessum aðstæðum hvað er mikil væntumþykja og samstaða innan heimilisins. Vinsælasta umræðuefnið í síðustu viku var að Lóan er komin.

Íbúar og starfsfólk senda öllum þakkir úr Boðaþingi fyrir afmæliskveðjurnar og hvetja fólk til að halda ró sinni. Hér sungu íbúar Lóan er komin og höfðu meiri áhyggjur af heilsu hennar þar sem veður sé enn ótryggt þessa dagana en sinni eigin.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar haldið var upp á10 ára afmæli Hrafnistu í  Boðaþingi þar sem boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu, lambakótilettur í raspi og tilheyrandi meðlæti. 

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Ásbjörn færir íbúum á Hrafnistu Hraunvangi 16 spjaldtölvur að gjöf

Lesa meira...

Við erum óendanlega þakklát fyrir velvild og hlýhug vina okkar í Lionsklúbbnum Ásbirni sem færðu Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, spjaldtölvur, heyrnartól og magnara fyrir þá sem eru með mikið skerta heyrn. Nú getum við aðstoðað heimilisfólkið okkar í Hraunvangi að vera í sambandi við aðstandendur sína á meðan á heimsóknarbanninu stendur en búnaðurinn mun ekki síður nýtast okkur síðar þar sem við getum notað tæknina í svo mörgu í okkar starfi í Hraunvangnum, m.a. til að halda áfram að aðstoða okkar fólk að vera í sambandi við aðstandendur sem ekki eiga heimangengt, í þjálfunum og fleira.

Hrafnista á sér marga velunnara úti í samfélaginu og Lionsklúbburinn Ásbjörn hefur svo sannarlega verið einn af þeim í gegnum tíðina með ómetanlegum stuðningi við íbúa okkar á Hrafnistu Hraunvangi. 

Takk fyrir þessa veglegu gjöf kæru Lionsmenn.

Á vef mbl.is má lesa nánar um þessa kærkomnu gjöf með því að smella HÉR

 

 

Lesa meira...

Deild lokað á Hrafnistu Laugarási vegna smits starfsmanns af COVID-19

Lesa meira...

 

Í gær, föstudag, kom í ljós að starfsmaður Hrafnistu í Laugarási hafði greinst smitaður af kórónaveirunni. Umræddur starfsmaður hefur ekki verið í starfi frá því sunnudaginn 15. mars, eða frá því hann var sendur í sóttkví af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis. Um eftirmiðdag í gær barst tilkynning frá smitsjúkdómadeild Landspítalans þess efnis að viðkomandi væri smitaður. Strax í kjölfarið var þeirri deild sem viðkomandi starfar á lokað og sett í sóttkví.

Engin einkenni hafa greinst meðal íbúa deildarinnar né meðal annarra starfsmanna Hrafnistu á deildinni. Sóttkvíin mun vara meðan smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis vinnur að málinu með neyðarstjórn Hrafnistu og stjórnendum deildarinnar. Verið er að greina hvaða starfsfólk þarf að vera  í sóttkví og hversu lengi sóttkvíin mun vara.

Öllum aðstandendum íbúa á deildinni hefur verið gert viðvart og boðið að hafa samband við umboðsmenn íbúa og aðstandenda Hrafnistu varðandi frekari upplýsingar. Aðstandendum verður frá og með deginum í dag sendur upplýsingapóstur daglega um stöðu mála.

Fyrir hönd Hrafnistu,

Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna.

 

 

Lesa meira...

Úrslit Lífshlaupsins 2020 Hrafnista í öðru sæti í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn

Lesa meira...

 

GOTT SILFUR GULLI BETRA

Mjög góð stemmning myndaðist í febrúar meðal starfsfólks Hrafnistuheimilanna í tengslum við Lífshlaup ÍSÍ. Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni vinnustaða þar sem landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er bæði í frítíma, vinnu og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er fullorðnum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag og í Lífshlaupinu skráði starfsfólk niður alla hreyfingu dagana 5. - 25. febrúar.

Það skiptir Hrafnistu miklu máli að starfsfólk hugi vel að heilsunni því þótt störfin séu skemmtileg og gefandi geta þau líka verið krefjandi og álag oft á tíðum mikið. Þátttaka í Lífshlaupinu og öðrum heilsueflingarverkefnum eru liður í að skapa heilsueflandi starfsanda og stuðla að hreysti og jákvæðni starfsfólks.

Þátttakan var frumraun Hrafnistu í Lífshlaupinu og markmiðin voru tvenns konar. Í fyrsta lagi að standa okkur vel í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn og í öðru lagi að skapa hvetjandi stemmningu innan Hrafnistu með því m.a. að stofna lið og keppa innbyrðis, deila fræðslu og efla heilsuvitund starfsfólks. Skemmst er frá því að segja að Hrafnista lenti í 2. sæti sem er frábær árangur og þátttakendur eiga heiður skilið. Á meðfylgjandi er mynd sem tekin var á verðlaunahófi ÍSÍ en íþróttafræðingarnir Steinunn Leifsdóttir og Sigrún Skarphéðinsdóttir tóku við silfurverðlaunum fyrir hönd Hrafnistu.

Í innanhúskeppninni var hart barist og gríðarleg keppni var á milli margra liða. Að lokum fór lið sjúkra- og iðjuþjálfa í Boðaþingi með sigur af hólmi en þær Ester Gunnsteinsdóttir, María Skúladóttir og Svanborg Guðmundsdóttir, sem skipuðu liðið, hreyfðu sig mest og oftast. Þær stöllur hreyfðu sig allar alla daga átaksins (21 dagur) að meðaltali 68,5 mínútur daglega sem er frábær árangur og uppfyllir klárlega ráðleggingar Landlæknisembættisins. Að launum fékk hver þeirra aðgang í Baðstofu World Class Laugum fyrir tvo.

Heilsueflingarnefnd vann úr þeim gögnum sem fyrir lágu og fékk nokkur vel viljug fyrirtæki til að gefa vinninga auk þess sem Hrafnista gaf vegleg heilsuúr og farandbikar. Aðalmarkmið Hrafnistu var að fá sem flesta með og út frá því sjónarhorni var ákveðið að kaupa veglegan farandbikar sem það Hrafnistuheimili fær til varðveislu ár hvert sem nær hlutfallslega flestum starfsmönnum með í verkefnið.

Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2020:

1. sæti Sléttuvegur

2. sæti Boðaþing

3. sæti Laugarás

Hrafnista ákvað að verðlauna einn þátttakanda á hverju heimili með veglegu heilsuúri. Dregið var af handahófi og allir þeir sem hreyfðu sig 10 sinnum eða oftar á Lífshlaupstímabilinu voru í pottinum.

Vinningshafar voru eftirfarandi starfsmenn:

Ástríður Hannesdóttir – Boðaþing

Sigríður Inga Eysteinsdóttir – Hlévangur

Jónína Gísladóttir – Hraunvangur

Svanhvít Guðmundsdóttir – Ísafold

Valgeir Elísasson – Laugarás

Sveindís Guðmundsdóttir – Nesvellir

Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir – Skógarbær

Sigrún Ósk Jónsdóttir - Sléttuvegur

 

Að auki voru dregnir út af handahófi 25 vinningar og að þessu sinni áttu allir starfsmenn Hrafnistu sem skráðu sig í Lífshlaupið möguleika.

Vinningshafar voru eftirfarandi starfsmenn:

 Jóhanna Marta Kristensen – Boðaþing

Katrín Heiða Jónsdóttir – Ísafold

Jóhanna Jónasdóttir – Viðey dagþjálfun Laugarási

Þóra Geirsdóttir – Heilbrigðissvið

Halldóra Hinriksdóttir – Hraunvangi

Harpa Björgvinsdóttir – Hraunvangi

Guðný Björk Stefánsdóttir – Hraunvangi

Jóna Petra Guðmundsdóttir – Laugarási

Birna Guðbjörg – Laugarási

Sigríður Rós Jónatansdóttir – Nesvellir

Elínborg Samúelsdóttir – Skógarbær

Anna Steina Finnsdóttir – Sléttuvegi

Rakel Ösp – Boðaþingi

Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir – Hlévangur

Lilja Björgvinsdóttir – Hraunvangi

Erla Írena Hallmarsdóttir – Hraunvangi

Berglind Rós Bergsdóttir – Hraunvangi

Alexandra Holmsted Madsen – Hraunvangi

Íris María Mortensen – Ísafold

Valgerður Gunnarsdóttir – Laugarási

Lilja Ásgeirsdóttir – Heilbrigðissvið

Jóhanna Björk Viktorsdóttir – Laugarási

Salvicon – Nesvellir

Hulda Ragnarsdóttir – Skógarbær

Elsa Björg Árnadóttir - Sléttuvegi

Það verður spennandi að sjá hvert farandbikarinn fer í Lífshlaupinu 2021!

Við viljum þakka Sport 24, Altis, Hress , Hreyfingu og  World Class fyrir veitta vinninga.

 

Lesa meira...

Síða 49 af 175

Til baka takki