Fréttasafn

Golfklúbbur starfsmanna Hrafnistu

Lesa meira...

Starf Golfklúbbs Hrafnistu árið 2018

Á Hrafnistu hefur undanfarin 13 ár verið starfræktur golfklúbbur meðal starfsmanna.

Haldinn hefur verið einn stjórnarfundur frá síðasta aðalfundi, 4. apríl  2018.

 

Stórn golfklúbbsins skipa:

Formaður:  Þórdís Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Ásgeir Ingvason

Ritari: Kristján Sveinsson

Meðstjórnandi: Unnur Óladóttir

 

Fyrsta púttmót ársins var haldið miðvikudaginn 13. júní 2018 á púttvellinum við Hrafnistu í Reykjavík með 13 þátttakendum.

  1. verðlaun hlaut Steingrímur V. Haraldsson á 60 höggum.
  2. verðlaun hlaut Hanna Björg Kjartansdóttir á 64 höggum.
  3. verðlaun hlaut Gunnar Valbjörn Jónsson á 66 höggum.

1. verðlaun voru 8.000 kr. gjafabréf, 2. verðlaun voru 6.000 kr. gjafabréf og 3. verðlaun voru 4.000 kr. gjafbréf. Gafabréfin eru öll í Golfbúðinni.

Dregið var úr öllum skorkortum og fengu því allir eitthvað í sinn hlut.
Verðlaunin voru af ýmsum toga s.s. mynddiskar frá Myndform,  hvítvíns- og rauðvínsflöskur og gjafabréf frá Pennanum. 

 Um klukkan 18.50 var öllu lokið og allir fóru heim glaðir í bragði eftir skemmtilegt púttmót.

Golfmót verður haldið 27. júní 2018 kl.17:00 í Oddi.  

Kvennahlaup á Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

Hið árlega Kvennahlaup var haldið á Hrafnistu Reykjavík í blíðskaparveðri miðvikudaginn 20. júní. Mætingin var með besta móti, enda sólin hátt á lofti og ekki ský á himni. Að venju var byrjað á léttri upphitun og þátttakendur gátu svo valið á milli tveggja vegalengda til að fara. Þegar komið var í mark var tekið á móti þátttakendum með verðlaunapeningum og svo var boðið upp á létta hressingu, íspinna, ávaxtasafa og súkkulaði. Kvennahlaupið er alltaf vinsæll viðburður á Hrafnistu og gaman að sjá svona marga taka þátt.

 

Lesa meira...

Íbúar á Hrafnistu í Kópavog og Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold kepptu í Boccia

Lesa meira...

Íbúar á Hrafnistu Garðabæ-Ísafold buðu íbúum og gestum í dagdvöl Hrafnistu Kópavogi í Boccia keppni þann 18. júní sl. 

Hart var barist en í þetta sinn hafði Kópavogurinn betur og tók farandsbikarinn með sér heim, en Ísafoldar-fólkið stefnir á að sækja hann heim næsta haust.

Eftir keppnina var keppendum boðið upp á kaffi og bakkelsi þar sem tækifæri gafst til að fara yfir leikinn og skipuleggja þann næsta.

Við á Hrafnistu í Garðabæ þökkum þeim í Kópavoginum fyrir drengilega keppni og hlökkum til að mæta þeim aftur síðar.

 

Lesa meira...

Kráarkvöld á Hrafnistu í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hrafnista á Nesvöllum og Hlévangi var með kráarkvöld fimmtudagskvöldið 14. júní sl. þar sem milli 70-80 manns áttu skemmtilega kvöldstund saman. Bandið Heiður spilaði fyrir gesti og hélt uppi miklu fjöri.

 

Lesa meira...

Viðey breytist úr 11 rýma hjúkrunardeild í dagþjálfun

Lesa meira...

Á 3. hæð í A-álmu, Hrafnistu í Reykjavík, er deildin Viðey sem samanstendur í dag af 11 hjúkrunarrýmum. Á deildinni eru 5 tvíbýlisherbergi og 1 einbýlisherbergi; ekkert herbergjanna er með eigið salerni eða sturtu heldur þurfa íbúar að deila salernum með nokkrum öðrum. Fjögur herbergjanna voru lengi vel fjórbýli. Þessi herbergi henta mjög illa nútíma aðstæðum á hjúkrunarheimilum og eru varla boðleg lengur sem hjúkrunarrými. Eftir að hafa skoðað málið mjög gaumgæfilega í langan tíma er ljóst að mjög flókið tæknilega og kostnaðarsamt er að breyta deildinni í ásættanleg einstaklings hjúkrunarrými þar sem allir hafa eigð salerni/sturtu.

Í samvinnu við Velferðarráðuneyti hefur verið ákveðið að nú í haust verði hætt að nota Viðey sem hjúkrunardeild og verður deildinni breytt í dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.

Mikil vöntun er á dagdvalarrýmum fyrir einstaklinga með heilabilun hér á landi og hafa biðlistar aldrei verið lengri. Dagdvölin, sem verður opin alla virka daga, verður með allt að 30 rými og verður stærsta dagdvöl af þessu tagi hér á landi.

Rétt er að taka skýrt fram að enginn starfsmaður missir vinnuna við þessa breytingu. Öllum verður boðin vinna á öðrum deildum Hrafnistu í Reykjavík eða á nýju dagdvalardeildinni.

Nú fer í gang undirbúningsferli sem ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega ennþá. Hver áfangi verður kynntur síðar, þegar málin hafa tekið á sig mynd.

Í gær voru kynningarfundir með starfsfólki og stjórnendum, rétt eins og íbúum deildarinnar og ættingjum þeirra.

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að því að finna ný herbergi fyrir þá 11 íbúa Hrafnistu sem nú búa á deildinni og eru við sannfærð um að, í a.m.k. flestum tilvikum, verða nýju hýbýlin mun þægilegri og betri en þau sem fyrir eru.

Jafnframt verður farið yfir málin nú  í sumar með starfsfólki og hvernig málum hvers og eins verður háttað. Þegar þessi mál liggja fyrir verður farið í framkvæmdir á deildinni til að gera breytingar þannig að aðstaðan henti vel til dagdvalarstarfsemi af þessu tagi.

Það getur verið erfitt að gera breytingar á rótgróinni starfsemi. Stjórnendur Hrafnistu telja hins vegar að þessar breytingar séu öllum til góða þegar til framtíðar er litið. Viðey, í núverandi formi sem hjúkrunardeild, er barn síns tíma og ný notkun deildarinnar mun ekki síður nýtast vel við að veita öldruðum farsæla velferðarþjónustu, heldur en sú starfsemi sem Viðey hefur þjónað hingað til.

 

Lesa meira...

Uppsteypa hafin á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg

Lesa meira...

 

Þriðjudaginn 12. júní hófust framkvæmdir við sjálfa byggingu hjúkrunarheimilis Hrafnistu þegar fyrsta uppsteypa fór fram. 

Nýr áfangi hófst í uppbyggingu í þágu aldraðra við Sléttuveg þegar fyrstu steypubílarnir mættu á svæðið og steypt voru svokölluð þrifalög undir sökkla hjúkrunarheimilisins. Steyptir voru 35m³ en reiknað er með að í heildina fari allt að 3.170m³ af steypu í bygginguna. 
Uppsteypa hjúkrunarheimilisins er í höndum verktakafyrirtækisins Mannverks sem var lægstbjóðandi í verkið. Samkvæmt tímaáætlun á uppsteypu að vera lokið fyrir árslok.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 5 af 86

Til baka takki