Fréttasafn

Kvennafrídagurinn 2018

Lesa meira...

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Kvennafrídagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 24. október. Þetta er í sjötta skipti sem konur leggja niður störf,  safnast saman og krefjast launajafnréttis og samfélags án ofbeldis. Árið 2016, þegar síðast var gengið út, lögðu konur niður störf klukkan 14:38 og fyrir það, árið 2010, lögðu þær niður störf klukkan 14:25. Í ár er tíminn klukkan 14:55.

Við á Hrafnistuheimilunum styðjum auðvitað þessa baráttu heilsuhugar, nú eins og áður. Venju samkvæmt geta deildir Hrafnistu tekið þátt í útifundinum á Austurvelli sem hefst kl. 15.30. Stoðdeildir geta lokað kl. 14:55 og helgarmönnun fer í gang á hjúkrunardeildum.

Vinsamlegast athugið að tíminn er kl. 14:55 fyrir allar konur, óháð starfsprósentu og hvenær vinnudagurinn hefst (sem er mjög misjafnt hjá fólki).

Nánari útfærsla er þó í höndum hverrar deildar í samvinnu við forstöðumann eða framkvæmdastjóra stoðsviða, svo endilega snúið ykkur til þeirra varðandi frekari upplýsingar.

 

Megi þessi dagur verða öllum til gæfu!

Baráttukveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Alzheimer samtökin með alzheimer kaffi fimmtudaginn 1. nóvember í Hæðargarði 31

Lesa meira...

 

Alzheimer samtökin verða með alzheimer kaffi fimmtudaginn 1. nóvember nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31 Reykjavík.

Arndís Valgarðsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka verður með erindi og Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með alzheimersjúkdóminn og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda. Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

Kaffigjald er kr. 500.-

Allir velkomnir!

 

Lesa meira...

Dagur öldrunarþjónustu haldinn 26. október

Lesa meira...

Dagur öldrunarþjónustu verður haldinn föstudaginn 26. október nk. á Hótel Natura. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 8:30 og lýkur formlega kl. 15:10.

Ráðstefnan er þverfagleg og öllum opin en tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 23. október.

Ráðstefnugjald að meðtöldum veitingum er 7.500.-

 

Slóðin til skráningar er:  https://www.landspitali.is/fagfolk/radstefnur/dagur-oldrunarthjonustu/skraning-a-dag-oldrunarthjonustu/

 

Sjá nánari auglýsingu hér

 

Lesa meira...

Leitarhundaæfing á Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold

Lesa meira...

 

Við á Hrafnistu viljum gjarnan taka þátt í samfélagslegum verkefnum. þess vegna var það auðsótt þegar Hjálparsveitskáta í Garðabæ, Hjálparsveitskáta í Reykjavík og lögreglan óskuðu eftir að fá að æfa leitarhunda innanhúss á Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold. Til okkar mætti vaskur hópur með 5 hunda og leit um húsið gekk vel. Þetta verkefni mæltist vel fyrir hjá íbúum og starfsfólki Ísafoldar og leitarhundarnir stóðu sig með prýði. Eftir vel heppanaða leit eru hundarnir verðlaunaðir með uppáhaldinu sínu sem var í þessu tilfelli rjómaostur.

 

Lesa meira...

Stjórnendadagur Hrafnistu

Lesa meira...

 

Í gær funduðu stjórnendur Hrafnistuheimilanna og fóru yfir ýmis áhugaverð og mikilvæg mál. Án góðra stjórnenda verður aldrei góð starfsemi. Markmið þessa glæsta hóps er, í samvinnu við annað starfsfólk, að ná fram hámarks þjónustu og gæðum fyrir íbúana okkar, út úr þeim fjármunum sem ríkið leggur til starfseminnar. Hrafnista er ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins og starfrækir í dag sex hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum. Alls um 20-25% af öllum hjúkrunarrýmum á Íslandi. Við erum jafnframt stærsti rekstraraðili dagdvala fyrir aldraða á Íslandi. Sjöunda Hrafnistuheimilið er nú í byggingu í Fossvoginum og er ætlunin að hefja þar starfsemi í lok næsta árs. Um 1.000 aldraðir njóta þjónustu okkar daglega.


Myndin var tekin á fundi stjórnenda Hrafnistuheimilanna í gær en eðlilega komust ekki alveg allir til fundarins.

 

Lesa meira...

Wenlan Hu 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Wenlan Hu, sjúkraliði á Sól-/Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Dagný Jónsdóttir deildarstjóri Sól-/Mánateigs, Wenlan Hu, Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavik.

 

Lesa meira...

Síða 5 af 95

Til baka takki