Fréttasafn

Þórdís Eiríksdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Þórdís Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Þórdís fékk venju samkvæmt afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu af þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Hrafnista hlýtur veglegan styrk frá Fléttunni

Lesa meira...

Í gær fékk Hrafnista afhentan veglegan styrk að upphæð 11 milljónir króna frá fagráði Fléttunnar til að styðja við innleiðingu smáforritsins Iðunnar á öllum Hrafnistuheimilunum. Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. Heilbrigðissvið Hrafnistu sótti um styrkinn en í ár bárust 42 umsóknir um styrk og 12 verkefni fengu úthlutað.

Hrafnista setur sér það markmið að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða. Að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan heimilisfólks. Að efla faglega þekkingu starfsfólks og auka starfsánægju og bæta starfsumhverfi starfsfólks. Iðunn smáforritið er því eitt af þeim verkefnum sem mun færa okkur nær markmiði Hrafnistu.

Iðunn leiðbeinir starfsmönnum hvernig á að þjónusta hvern og einn íbúa og ávinningurinn verður m.a. betri yfirsýn á þarfir hvers og eins, auk ýmissa annarra þátta. Iðunn mun þ.a.l. auka öryggi og gæði í þjónustunni. Þróunin á Iðunni er samstarfsverkefni Hrafnistu og Origo. Hjúkrunardeildin Foss á Hrafnistu Sléttuvegi hefur stutt við að prófa smáforritið og aðlaga það að þörfum hjúkrunarheimila. Hrafnista fagnar framsýni fagráðs Fléttunnar í að styðja við tækniþróun á hjúkrunarheimilunum og þakkar fyrir kærkominn styrk.

Þær Gunnur Helgadóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna og Harpa Hrund Albertsdóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á heilbrigðissviði veittu styrknum viðtöku fyrir hönd Hrafnistu í gær en Harpa Hrund hefur unnið ötullega að þróun smáforritsins ásamt starfsfólki á Fossi Hrafnistu Sléttuvegi og Origo undanfarna mánuði.

Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingunni. Á fyrri myndinni eru frá vinstri Harpa Hrund Albertsdóttir og Gunnur Helgadóttir ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra. Hópmyndin er af þeim sem hlutu styrki frá Fléttunni þetta árið en alls var tólf styrkjum úthlutað til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu.

Ljósmyndir: Golli

Lesa meira...

Árlega hausthátíð á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði í gær þegar haldin var árleg hausthátíð. Matreiðslumenn Hrafnistu sáu um að töfra fram dýrindis veislumat sem íbúar nutu með sínum gestum. Bragi Fannar spilaði ljúfa tóna á píanó undir borðhaldi og Margrét Eir söng fyrir íbúa og gesti auk þess að leiða samsöng við undirleik Ingvars, sem spilaði á píanó.

Eftir borðhaldið sáu þeir Matthías Ægisson og Oddur Carl Thorarensen um að halda uppi stuðinu. Hátíðarhöldunum var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar fyrir þá sem ekki treystu sér í salinn, en á öllum hjúkrunardeildum fór einnig fram borðhald.

Morgunblaðið leit við og tók Árdísi Huldu Eiríksdóttur forstöðumann á Hrafnistu Hraunvangi tali en umfjöllun um hausthátíðina birtist í Morgunblaðinu í dag og má lesa HÉR 

 

 

 

Lesa meira...

Áskoranir í þjónustu við aldraða

 

Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu í dag, eftir Maríu Fjólu Harðardóttur, formann Samtaka í fyrirtækjaþjónustu og forstjóra Hrafnistuheimilanna. Þar fjallar María Fjóla um nýjar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið og brýnir stjórnvöld til aðgerða til að bregðast við hraðari öldrun þjóðarinnar.  

Greinina í heild sinni má lesa HÉR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Skógarbæ sl. miðvikudag. Húsið opnaði kl. 17:30 þar sem boðið var upp á fordrykk og síðan buðu matreiðslumenn Hrafnistu upp á kótilettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi. Eftir borðhaldið sá Bjartmar Guðlaugsson um að halda uppi stuðinu og skemmta íbúum og aðstandendum.

Lesa meira...

Hrafnista vill stytta biðlista

Lesa meira...

Eftirfarandi grein birtist í Viljanum á dögunum þar sem vitnað er í Aríel Pétursson formann Sjómannadagsráðs. Þar vitnar Aríel í umræður á Alþingi í síðustu viku, þar sem fjármálaráðherra gagnrýndi háan byggingarkostnað nýja hjúkrunarheimilisins í Árborg í samanburði við framkvæmdir Sjómannadagráðs við uppbyggingu hjúkrunarheimilis Hrafnistu og þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg. 

Greinina má lesa í heild sinni HÉR

 

 

Lesa meira...

Uppskera á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

Það var í nógu að snúast hjá íbúum á Hrafnistu Sléttuvegi í vikunni þegar teknar voru upp kartöflur. Grösin höfðu fallið vegna næturfrosts nóttina á undan og því var drifið í að taka þær upp. Því fylgdi mikil gleði og fólk var ánægt með uppskeruna og afrakstur sumarsins.  

 

 

Lesa meira...

Síða 3 af 175

Til baka takki