Fréttasafn

Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mánudaginn 16. október nk.

Lesa meira...

 

Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem ber yfirskriftina „Hver á stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða að vera?“  fer fram mánudaginn 16. október nk. kl. 13:30 á Hótel Natura.

Á mælendaskrá verða aðilar frá hjúkrunarheimilum, Landspítala og heimaþjónustu ásamt fulltrúum flestra stjórnmálaflokka.

 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

 

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistu - föstudaginn 13. október

Lesa meira...

 

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október og Hrafnistuheimilin munu svo sannarlega leggja sitt af mörkum til að gera daginn sem hátíðlegastan líkt og undafarin ár. Þessa dagana er verið að færa heimilin í bleikan búning með því að skreyta með ýmsu bleiku. Að sjálfsögðu höldum við svo upp á Bleika daginn með formlegum hætti með því að hvetja heimilisfólk og starfsfólk á Hrafnistu til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku þennan dag. 

 

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold.

Lesa meira...

Sigrún Vilhjálmsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Sigrún Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Lækjartorgi/Engey/Viðey Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigrún og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 13. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 13. október nk.

Miðasala fer fram í verslun á 1. hæð og lýkur um hádegi þriðjudaginn 10. október.

Ókeypis er fyrir heimilismenn og getur hver heimilismaður boðið einum einstakling með sér. Verð fyrir gest er kr. 4.000,- Ókeypis er fyrir gesti í dægradvöl

Meðlimir DAS klúbbsins greiða kr. 3.000.-

 

Sjónvarpað verður frá skemmtuninni, á Hrafnisturásinni, upp á deildar.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

Lesa meira...

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands

Lesa meira...

 

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk út sjóðunum. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2017.

Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

 

Lesa meira...

Nanna Guðný gæðastjóri Hrafnistu í 1. sæti í samkeppni á milli Háskóla í Evrópu með meistaraverkefni sitt

Lesa meira...

 

Fyrir nokkru sögðum við frá því að Nanna Guðný Sigurðardóttir, gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, hefði verið ein af fimm í úrslitum í samkeppni á milli Háskóla í Evrópu sem kenna sjúkraþjálfun með meistaraverkefni sitt í hreyfivísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.  Verkefnið ber heitið: „Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða.“

Hrafnista kynnir með stolti að  Nanna Guðný lenti í 1. sæti.

Til upprifjunar þá var meistaraverkefni Nönnu við Læknadeild Háskóla Íslands sent inn sem fulltrúi Háskóla Íslands í samkeppni á vegum European Network of Physiotherapy in Higher Education (ENPHE), sem námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ er aðili að. ENPHE er samstarfsnet háskóla í Evrópu sem kenna sjúkraþjálfun. Tilgangur samtakanna er að auka samstarf milli háskóla í Evrópu til að stuðla að gæðum í námi í sjúkraþjálfun, þróa kennsluhætti, auka þekkingu í sjúkraþjálfun og hvetja til kennara- og stúdentaskipta. Meistaraverkefni Nönnu fjallaði um árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða og var unnið á Hrafnistu í Reykjavík. Það verkefni var valið sem framlag Háskóla Íslands í verðlaunasamkeppni ENPHE um meistaraverkefni og lenti eins og áður segir í 1. sæti.

Nanna tók á móti verðlaunum á ENPHE ráðstefnunni http://enphe2017.com/sem haldin var á Hótel Sögu 21.-23. september síðastliðinn.

 

Innilega til hamingju Nanna!

 

Lesa meira...

Síða 4 af 72

Til baka takki