Fréttasafn

Kvennahlaup á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 16. júní sl. var Kvennagangan haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þátttakendur voru rúmlega 100. Eftir gönguna spilaði DAS bandið fyrir dansi og boðið var upp á drykki og ávexti. Einstaklega vel heppnað í alla staði.

 

Lesa meira...

Kvennahlaup á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 9. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 9. júní s.l. var árlegt Kvennahlaup ÍSÍ haldið á Hrafnistu í Reykjavík. Þetta árið var hlaupið með glæsilegu sniði þar sem við héldum Sumarhátíð í samfloti við hlaupið og heppnaðist það einstaklega vel. Veðrið lék við okkur þegar lagt var af stað í gönguna þar sem þátttakendur völdu milli tveggja vegalengda. Eftir gönguna var boðið upp á  pylsur, drykki og ís. Söngvarar framtíðarinnar frá leikskólanum Langholti heiðruðu okkur með nærveru sinni og færum við þeim okkar bestu þakkir.

 

Þökkum öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við að gera daginn skemmtilegan. 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Hrafnistu í Kópavogi með kaffi og harmonikkuspili í dásamlegu sólarveðri. Söngkonan Thelma Byrd Hafþórsdóttir kíkti í heimsókn ásamt gítarleikaranum Magnúsi Magnússyni og tóku þau þekkta slagara, gamla og nýja. 

 

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta á Hrafnistu í Hafnarfirði á Sjómannadaginn

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta var haldin á Sjómannadaginn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ræðumaður dagsins var Bylgja Baldursdóttir kennari og deildarstjóri í Sandgerðisskóla í Sandgerði.  Hún sagði frá því þegar hún réð sig sem háseta á skip 18 ára gömul ásamt frænku sinni.  Bylgja sagði einnig frá þátttöku kvenna á sjónum sem er meiri en margir gera sér grein fyrir. Söngkonan Kristrún Friðriksdóttir söng fallega Ave Mariu Kaldalóns og Draumalandið. Ritningarlestra lásu Jón Kristinn Óskarsson og Ingibjörg Hinriksdóttir. Organistinn var Kristín Waage. Sr. Svanhildur Blöndal þjónaði fyrir altari.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Hafnarfirði hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék nokkur lög fyrir heimilisfólkið sem naut veðurblíðunnar. Sjómannamessan var svo strax á eftir og var vel mætt í hana. 
Myndlistasýning Daða Guðbjörnssonar var í Menningarsal á 1. hæðinni, iðjuþjálfar kynntu sitt starf í aðstöðu sinni á vinnustofunni í kjallaranum ásamt því að sýning var á handverki heimilismanna.
Böðvar Magnússon og Guðmundur Ólafsson voru með tónleika og DAS bandið spilaði nokkur lög í Menningarsalnum. Í boði voru kaffiveitingar fyrir gesti og gangandi sem kíktu við. 

 

Lesa meira...

Síða 121 af 175

Til baka takki