Fréttasafn

Haustfagnaður Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 13. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 13. október nk.

Miðasala fer fram í verslun á 1. hæð og lýkur um hádegi þriðjudaginn 10. október.

Ókeypis er fyrir heimilismenn og getur hver heimilismaður boðið einum einstakling með sér. Verð fyrir gest er kr. 4.000,- Ókeypis er fyrir gesti í dægradvöl

Meðlimir DAS klúbbsins greiða kr. 3.000.-

 

Sjónvarpað verður frá skemmtuninni, á Hrafnisturásinni, upp á deildar.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

Lesa meira...

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands

Lesa meira...

 

Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk út sjóðunum. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2017.

Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

 

Lesa meira...

Nanna Guðný gæðastjóri Hrafnistu í 1. sæti í samkeppni á milli Háskóla í Evrópu með meistaraverkefni sitt

Lesa meira...

 

Fyrir nokkru sögðum við frá því að Nanna Guðný Sigurðardóttir, gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, hefði verið ein af fimm í úrslitum í samkeppni á milli Háskóla í Evrópu sem kenna sjúkraþjálfun með meistaraverkefni sitt í hreyfivísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.  Verkefnið ber heitið: „Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða.“

Hrafnista kynnir með stolti að  Nanna Guðný lenti í 1. sæti.

Til upprifjunar þá var meistaraverkefni Nönnu við Læknadeild Háskóla Íslands sent inn sem fulltrúi Háskóla Íslands í samkeppni á vegum European Network of Physiotherapy in Higher Education (ENPHE), sem námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ er aðili að. ENPHE er samstarfsnet háskóla í Evrópu sem kenna sjúkraþjálfun. Tilgangur samtakanna er að auka samstarf milli háskóla í Evrópu til að stuðla að gæðum í námi í sjúkraþjálfun, þróa kennsluhætti, auka þekkingu í sjúkraþjálfun og hvetja til kennara- og stúdentaskipta. Meistaraverkefni Nönnu fjallaði um árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða og var unnið á Hrafnistu í Reykjavík. Það verkefni var valið sem framlag Háskóla Íslands í verðlaunasamkeppni ENPHE um meistaraverkefni og lenti eins og áður segir í 1. sæti.

Nanna tók á móti verðlaunum á ENPHE ráðstefnunni http://enphe2017.com/sem haldin var á Hótel Sögu 21.-23. september síðastliðinn.

 

Innilega til hamingju Nanna!

 

Lesa meira...

Starfsfólk sem starfað hefur á Hrafnistu í 25 ár eða lengur heiðrað

Lesa meira...

 

Heiðursmóttaka fyrir starfsfólk sem starfað hefur á Hrafnistu í 25 ár eða lengur, og eru/voru í starfi á árinu 2017, fór fram á Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 22. september sl.

Fjöldi starfsmanna sem heiðraður var að þessu sinni voru 43 talsins en þetta boð er haldið á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn úr þessum glæsta hóp náðu þeim merka áfanga að hafa starfað á Hrafnistu í 50 ár eða í heila öld samanlagt. Þetta eru þær Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir.

Hrafnista leggur mikla rækt við mannauðinn og í hverjum mánuði er því starfsfólki sem náð hefur tilteknum starfsaldri afhent sérstakt viðurkenningarskjal ásamt starfsafmælisgjöf. Fyrsta starfsafmælisgjöfin er afhent eftir 3 ár í starfi, næsta eftir 5 ár og svo á 5 ára fresti eftir það.

 

Nánari umfjöllun má lesa á mbl.is með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/09/23/heil_old_i_starfi_hja_hrafnistu/

 

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá móttökunni sem Hreinn Magnússon tók. 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði á Hrafnistu í Reykjavík 20. september

Lesa meira...

Haustfagnaður fór fram í Skálafelli Hrafnistu Reykjavík í gær, fimmtudagskvöldið 20. september. Veislustjórar voru þau Selma Björnsdóttir og Jógvan Hansen. Ræðumaður kvöldsins var Hálfdan Henrýsson, formaður Sjómannadagsráðs, og að borðhaldi loknu var slegið upp balli með Sighvati Sveinssyni.

Harmonikkuleikarar gengu á milli hjúkrunardeilda og spiluðu undir borðhaldi og var skemmtuninni úr Skálafelli sjónvarpað á Hrafnisturásinni í setustofum.

Það var samdóma álit heimilisfólks, gesta og starfsfólks að haustfagnaðurinn hafi heppnast með eindæmum vel. Þar sem skemmtileg veislustjórn, góður matur og léttur andi sveif yfir vötnum.

 

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá kvöldinu sem Hreinn Magnússon tók.

Lesa meira...

Namaste umönnun á Viðey, Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Nú á vormánuðum hófst innleiðing á Namaste umönnun á hjúkrunardeildinni Viðey á Hrafnistu í Reykjavík.

Namaste umönnun er meðferð sem er sniðin að því að auka lífsgæði fólks með langt gengna heilabilun. Einstaklingar fá persónumiðaða vellíðunarmeðferð í þar til gerðu rými sem kallað er Namaste herbergi, alla daga vikunnar.  Meðferðin felur í sér handa- og fótaþvott með nuddi, andlitsþvott, rakstur og almenna húðhirðu.

Unnið er með skynfæri einstaklinga, þ.e. lykt, snertingu, hljóð, birtu og fleira í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri ró. Þess er gætt að einstaklingar hafi alltaf greiðan aðgang að drykk og næringu, en reynslan hefur sýnt að fólk drekkur betur í þessu umhverfi og matarlyst eykst.  Namaste umönnnun er veitt sjö daga vikunnar, fyrir og eftir hádegi.

Einstaklingar eyða deginum í  Namaste herberginu í stað þess að vera uppi í rúmi eða jafnvel í eirðarleysi í setustofu. Namaste hentar einstaklega vel þeim einstaklingum sem geta ekki, vegna alvarlegrar heilabilunar, nýtt sér þjálfun né félagsstarf.

Starfsfólk frá Skógarbæ, sem hefur reynslu af Namaste, komu á Viðey í heilan dag til að aðstoða starfsfólk Hrafnistu við innleiðinguna. Erum við þeim innilega þakklát fyrir aðstoðina við að koma þessu spennandi verkefni úr höfn.

Er það von starfsfólks deildarinnar að Namaste muni bæta lífsgæði íbúa okkar á Viðey.

 

Eygló Tómasdóttir, deildarstjóri á Viðey

María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs

 

 

Hér er linkur á heimasíðu þar sem fjallað er um Namaste :

http://www.namastecare.com/namaste-care-program.html

 

Meðfylgjandi eru myndir úr Namaste meðferðarherberginu:

Lesa meira...

Jólakortasamkeppni Hrafnistuheimilanna 2017

Lesa meira...

 

Árleg jólakortasamkeppni er hafin á Hrafnistuheimilunum og er skiladagur á myndum 15. október nk. 

Vinningsmyndin verður notuð á jólakort Hrafnistu og prentuð í um 3000 eintökum. Myndaþemað er jól og allar tillögur verða að vera málaðar og unnar út frá eigin hugmyndum. 

Heimilismenn eru eindregið hvattir til að taka þátt.

Allar nánari upplýsingar má finna hjá starfsfólki iðjuþjálfunar. 

 

Lesa meira...

Umfjöllun um Hrafnistu í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira...

 

Í Fréttablaðinu í  dag eru 4 blaðsíður helgaðar umfjöllun um starfsemi Hrafnistu í tilefni af 60 ára afmæli Hrafnistu Reykjavík og 40 ára afmæli Hrafnistu Hafnarfirði. 

Umfjöllunin er í formi stuttra viðtala og eru starfsmenn mismunandi deilda á mismunandi heimilum í forgrunni ásamt viðtali við íbúa og aðstandanda.

 

Hægt er að skoða blaðið um Hrafnistu með því að smella á hér.

 

Lesa meira...

Síða 115 af 175

Til baka takki