Fréttasafn

Myndir frá haustfagnaði á Hrafnistu Nesvöllum 19. október.

Lesa meira...

 

Haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Nesvöllum, fimmtudaginn 19. október. Um veislustjórn sá Selma Björnsdóttir ásamt Pétri Guðmundssyni. Eftir borðhaldið var slegið upp balli með Thelmu Byrd og hljómsveit.

 

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá kvöldinu sem Hreinn Magnússon tók.

 

Lesa meira...

Talmeinafræðingur kominn í hóp fagfólks Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Hrafnista hefur undirritað samning við sjálfstætt starfandi talmeinafræðing. Hrafnista er með fært starfsfólk sem hefur reynslu og metnað til að hlúa vel að íbúum Hrafnistu. Það geta komið upp tilvik sem þarfnast annarra úrræða, svo sem ráðgjafar eða þjónustu talmeinafræðings.

Allir starfsmenn, íbúar og aðstandendur íbúa á Hrafnistu geta lagt til að óskað sé eftir aðstoð talmeinafræðings. Síðan er það í höndum fagfólks Hrafnistu að meta hvort vandamál sé hægt að leysa með fagfólki innan Hrafnistu eða hvort leita þurfi til talmeinafræðings.

Markmið Hrafnistu er að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan íbúa og er þessi samningur eitt skrefið til viðbótar í þá átt.

 

Lesa meira...

Vilborg Guðmundsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu.

F.v. Sigrún, Vilborg, Hrönn og Pétur.
Lesa meira...

 

Vilborg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Sigrún Skúladóttir hjúkrunardeildarstjóri, Vilborg, Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Garðabæ og Pétur Magnússon forstjóri.

 

Lesa meira...

Svanhvít Guðmundsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu.

F.v. Pétur, Svanhvít, Hrönn og Sigrún.
Lesa meira...

 

Svanhvít Guðmundsdóttir, sjúkraliði á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Svanhvít, Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Garðabæ og Sigrún Skúladóttir hjúkrunardeildarstjóri. 

 

Lesa meira...

Sara Pálmadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu.

F.v. Hrönn, Sara og Pétur.
Lesa meira...

 

Sara Pálmadóttir, iðjuþjálfi á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Garðabæ, Sara og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Elligleði með söngskemmtun á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Þau Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari og Sesselja Magnúsdóttir, sem saman mynda Elligleði, verða með söngskemmtun á Hrafnistu í Hafnarfirði á morgun þriðjudaginn 17. október.

Þau verða á eftirtöldum deildum sem hér segir:

Bylgjuhraun kl. 15:30

Ölduhraun kl. 16:00

Báruhraun kl. 16:30

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér. 

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. október.

Lesa meira...

 

Haustfagnaður fór fram á  Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 13. október sl. Þann dag var einnig haldið upp á Bleika daginn á Hrafnistu og af því tilefni var bleika litnum tjaldað óspart til, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Sem fyrr sáu Selma Björnsdóttir og Jógvan Hansen um veislustjórn og skemmtu gestum með söng.

Skemmtuninni var sjónvarpað á Hrafnisturásinni upp á hjúkrunardeildar og DAS bandið fór á milli deilda og spilaði undir borðhaldi.

 

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá haustfagnaðinum sem Hreinn Magnússon tók.

 

 

Lesa meira...

Síða 113 af 175

Til baka takki