Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista í Reykjavík hlaut styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_styrkur_gunnar_thor_2018.jpeg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti styrki úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í 31. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða miðvikudaginn 10. janúar sl.

Að þessu sinni hlutu Hrafnista í Reykjavík  og samtökin Olnbogabörn/Týndu börnin styrk upp á 500 þúsund krónur  hvor.

Hrafnista í Reykjavík hlaut styrkinn fyrir að hafa verið leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra í sextíu ár, en dvalarheimili Hrafnistu í Reykjavík var tekið ínotkun árið 1957. Það voru Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs sem tóku við styrknum. 

Olnbogabörnin/Týndu börnin hlutu styrk fyrir baráttu um bætt úrræði í meðferðarmálum ungs fólks með áhættuhegðun . Þær Berglind Hólm Harðardóttir og Arna Sif Jónsdóttir tóku við styrknum fyrir hönd samtakanna og sögðu hann koma sér afar vel fyrir starfsemina.

Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Valgarð Briem var viðstaddur athöfnina í gær.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík í tólf ár, frá árinu 1947 til ársins 1959, sat á Alþingi í fjölda ára og gegndi m.a. ráðherraembætti sem fjármálaráðherra 1959–1965, iðnaðar- og félagsmálaráðherra 1974–1978, forsætisráðherra 1980–1983.

Við á Hrafnistu er ákaflega þakklát fyrir að hafa hlotið þennan styrk.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur