Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Namaste umönnun á Viðey, Hrafnistu í Reykjavík

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_namaste_front.jpeg

 

Nú á vormánuðum hófst innleiðing á Namaste umönnun á hjúkrunardeildinni Viðey á Hrafnistu í Reykjavík.

Namaste umönnun er meðferð sem er sniðin að því að auka lífsgæði fólks með langt gengna heilabilun. Einstaklingar fá persónumiðaða vellíðunarmeðferð í þar til gerðu rými sem kallað er Namaste herbergi, alla daga vikunnar.  Meðferðin felur í sér handa- og fótaþvott með nuddi, andlitsþvott, rakstur og almenna húðhirðu.

Unnið er með skynfæri einstaklinga, þ.e. lykt, snertingu, hljóð, birtu og fleira í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri ró. Þess er gætt að einstaklingar hafi alltaf greiðan aðgang að drykk og næringu, en reynslan hefur sýnt að fólk drekkur betur í þessu umhverfi og matarlyst eykst.  Namaste umönnnun er veitt sjö daga vikunnar, fyrir og eftir hádegi.

Einstaklingar eyða deginum í  Namaste herberginu í stað þess að vera uppi í rúmi eða jafnvel í eirðarleysi í setustofu. Namaste hentar einstaklega vel þeim einstaklingum sem geta ekki, vegna alvarlegrar heilabilunar, nýtt sér þjálfun né félagsstarf.

Starfsfólk frá Skógarbæ, sem hefur reynslu af Namaste, komu á Viðey í heilan dag til að aðstoða starfsfólk Hrafnistu við innleiðinguna. Erum við þeim innilega þakklát fyrir aðstoðina við að koma þessu spennandi verkefni úr höfn.

Er það von starfsfólks deildarinnar að Namaste muni bæta lífsgæði íbúa okkar á Viðey.

 

Eygló Tómasdóttir, deildarstjóri á Viðey

María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs

 

 

Hér er linkur á heimasíðu þar sem fjallað er um Namaste :

http://www.namastecare.com/namaste-care-program.html

 

Meðfylgjandi eru myndir úr Namaste meðferðarherberginu:

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur