Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Árleg púttkeppni íbúa Hrafnistu við bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

 

Árleg púttkeppni íbúa Hrafnistu við bæjarstjórn Hafnarfjarðar var haldin á púttvellinum við Hrafnistu í Hafnarfirði í gær, þriðjudaginn 12. september.

Þetta er níunda árið í röð sem þessi keppni er haldin og hefur bæjarstjórnin aldrei borið sigur út bítum. Hrafnistu fólk sigraði í ár með yfirburðum og hampaði þar með farandbikarnum einn eitt árið.

 

 Besta skori kvenna náðu:

1.    Inga Pálsdóttir Hrafnistu, 33 högg.

2.    Ingveldur Einarsdóttir Hrafnistu, 34 högg.

3.    Ingibjörg Hinriksdóttir Hrafnistu, 35 högg.

 

Besta skori karla náðu:

1.    Friðrik Hermannsson Hrafnistu, 34 högg.

2.    Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, 35 högg.

3.    Ragnar Jónasson Hrafnistu, 36 högg.

 

Skammarverðlaun hlýtur svo sá sem er með bestu nýtingu vallarins. Að þessu sinni var það Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir bæjarfulltrúi sem hlaut verðlaunin og leysti hún þar með Árdísi Huldu Eiríksdóttir, forstöðumann á Hrafnistu í Hafnarfirði af hólmi sem handhafa þeirra verðlauna, en hún hlaut skammarverðlaunin í fyrra. 

 

  • Til baka takki

    Banners neðst á forsíðu 1

    Happdrætti DAS