Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Sumargrill á Hrafnistu í Kópavogi

 

Í dag nutu íbúar, starfsfólk og gestir dagdvalar Hrafnistu í Kópavogi ásamt íbúum Boðaþings 22 og 24, sumargrills fyrir utan anddyri heimilisins. Dagurinn var einstaklega hlýr og sólríkur enda besti dagur sumarsins í höfuðborginni. Matreiðslumeistarar Hrafnistu töfruðu fram dýrindis grillmat sem rúmlega 160 gestir nutu í veðurblíðunni undir harmonikkuleik Sveins Sigurjónssonar. Var það mál manna að aldrei hafi tekist eins vel til með sumargrillið. Búið er að leggja inn gott orð til veðurguðanna fyrir næsta sumar.

 

  •  

    Til baka takki

    Banners neðst á forsíðu 1

    Happdrætti DAS