Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Sigrún Skúladóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Sigrún Skúladóttir

Sigrún Skúladóttir hefur verið endurráðin sem hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold í nýju skipulagi heimilisins, sem er einn hjúkrunardeildarstjóri ásamt aðstoðardeildarstjóra, í stað tveggja deildarstjóra. Sigrún er 43 ára, einhleyp með 2 börn, Hugrúnu Evu 6 ára og Skúla Þór 12 ára. Hún býr í Hafnarfirði, fæddist á Sólvangi og vann við aðhlynningu og hjúkrun þar af og til frá 17 ára aldri allt til ársins 2013. Sigrún útskrifaðist með BSc í hjúkrunarfræði vorið 2001 og master í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Bifröst vorið 2009.  Hún hefur víðtæka starfsreynslu frá útskrift , m.a. á hjartadeild LSH, bæklunardeild sjúkrahússins í Álaborg Danmörku, Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Liðsinni, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins m.a. í ungbarnavernd, slysavakt og afleysingu hópstjóra heimahjúkrunar og nú síðast sem hjúkrunarforstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Hún hóf störf sem deildarstjóri á Ísafold 1. janúar 2013.

Við bjóðum Sigrúnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS