Leit

social link

 

Topp slide - reykjavik

Nýr formaður Sjómannadagsráðs - Hálfdan Henrysson

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_nyr-formadur-2017_Fotor.jpeg

Í gærkvöld, fimmtudaginn 11. maí,  fór fram aðalfundur Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Þar bar helst til tíðinda að Guðmundur Hallvarðsson, sem verið hefur formaður stjórnar ráðsins frá árinu 1993 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur kom fyrst inn í starfsemi Sjómannadagsráðs árið 1970. Árið 1984 tók hann sæti í stjórn Sjómannadagsráðs og hefur hann verið formaður stjórnarinnar frá árinu 1993 eins og áður segir.

Nýr formaður var kjörinn Hálfdan Henrýsson. Hálfdan kom inn í stjórnina árið 1993 og hefur gengt þar stöðum ritara, gjaldkera og nú síðast varaformanns.

Guðmundur hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sjómannadagsráðs, Hrafnistuheimilanna og annara fyrirtækja Sjómannadagsráðs þennan tíma. Mjög margt hefur breyst og hefur starfsemin vaxið og dafnað svo um munar. Starfsemi Sjómannadagsráðs telst til stærstu fyrirtækja landsins og er Hrafnista ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins.

Við þökkum Guðmundi kærlega fyrir samstarfið, samfylgdina og samveruna öll þessi ár og óskum honum allra heilla í framtíðinni!

Hálfdan bjóðum við hjartanlega velkominn í formannsstólinn og hlökkum til skemmtilegs og spennandi samstarfs!

 

Á meðfylgjandi mynd afhendir fráfarandi formaður Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson, nýkjörnum formanni, Hálfdan Henryssyni, lyklana af skrifstofu Sjómannadagsráðs.

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS