Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista í Hafnarfirði fær afhenta rausnarlega gjöf frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 8, Rannveigu

Á dögunum hlaut iðjuþjálfunin og heimilið í Hafnarfirði rausnarlega gjöf frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 8, Rannveigu. Þær afhentu heimilinu Saritu lyftara sem hjálpar veikum og þróttlitlum einstaklingum að standa upp ásamt master-care vörum sem munu nýtast íbúum vel. Þessar gjafir munu tryggja starfsfólki bættara starfsumhverfi, draga úr álagi og auka vellíðan við aðhlynningu og tilfærslur í rúmi, jafnt fyrir starfsfólk sem og íbúa.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn Rebekkustúku nr. 8, Rannveigar, sem kom í síðustu viku og fengu þær góðar móttökur hjá Önnu Björgu samskiptafulltrúa, Árdísi forstöðumanni, Hörpu aðstoðardeildarstjóra iðjuþjálfunar og Maríu iðjuþjálfa. Einnig má sjá myndir frá kynningunni sem Hulda frá Fastus, Fjóla þroskaþjálfi og Guðrún Jóhanna deildarstjóri iðjuþjálfunar voru með fyrir mjög áhugasamt starfsfólk á Bylgjuhrauni með Önnu Ruth í forsvari heimiliseiningarinnar.

Mikil ánægja ríkir meðal allra með þetta frábæra framtak Rebekkustúku nr. 8, Rannveigar.

Hrafnista í Hafnarfirði þakkar kærlega fyrir höfðinglega gjöf. 

 

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur